Rannsókn: Tengsl við náttúruna hjálpar börnum með einhverfu

frettinErlent, Rannsókn1 Comment

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýnir að meðferð sem felur í sér tengsl við náttúruna, hefur reynst vel til að hjálpa börnum með einhverfu, aðferðin sem notuð er felur í sér nálægð við hesta, tónlist og list.

Börn sem fengu svokölluð náttúrutengd inngrip, sýndu verulegar framfarir í hegðunar-, skynjunar-, tilfinninga- og félagslegri virkni. Samkvæmt kerfisbundinni meðferð og meta-greiningu á 24 rannsóknum sem teymi barnalækna frá Nethersole School of Nursing í kínverska háskólanum(CUHK) stóð fyrir. „Þetta er fyrsta ítarlega rannsóknin sem skoðar hvernig náttúrutengd inngrip hafa áhrif á almenna vellíðan barna með einhverfu,“ segja vísindamennirnir.

Í rannsókninni, sem birt var 7. desember í Journal of American Medical Association (JAMA) Network Open, innihélt meðferðir sem byggðar eru á náttúrutengdum inngripum og eru eftirfarandi:

  • Tengsl við hesta og reiðtímar
  • Brimbretti
  • Ævintýraferðir utandyra
  • Sumarbúðir
  • Náttúrumeðferð
  • Garðyrkjumeðferð
  • Úti tónlistarmeðferð
  • Listmeðferð utandyra

717 börn tóku þátt í rannsókninní víðsvegar að úr heiminum þar á meðal frá: Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu, Brasilíu, Íran, Kanada, Kína, Indlandi og Ísrael. Hundrað prósent meðferðarlotanna voru augliti til auglitis og fóru fram á náttúrulegum útivistaraðstæðum og margar fóru fram í hópum á bilinu fjögur til 116 börn. Yfir helmingur inngripanna var stýrt af faglærðum leiðbeinendum.

Börnin sem tóku þátt sýndu verulegar framfarir í skynjun, félagslegsfærni og hegðun. Jafnframt tókst mörgum að viðhalda athyglinni í lengri tíma. Að auki sýndu börnin sem tóku þátt í náttúrutengdum inngripum, framfarir í ofvirkni og pirringi. Að lokum bentu rannsakendur á fylgni milli náttúrubundinna inngripa og almennrar félagslegrar virkni. Engar aukaverkanir voru tilkynntar.

Meira um rannsóknina má lesa hér.

One Comment on “Rannsókn: Tengsl við náttúruna hjálpar börnum með einhverfu”

  1. The fact that you like your website is clear; nonetheless, a number of your posts may use some editing to improve their spelling and punctuation. I will most certainly come back; but, the fact that so many of them contain misspellings is incredibly annoying to me. On the one hand, I will absolutely come back.

Skildu eftir skilaboð