Mun áskorun FTT kosta okkur atkvæði í Eurovision?

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, Innlent2 Comments

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Í grein í Heimildinni frá 13. desember er fjallað um áskorun stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda til útvarpsstjóra um að taka ekki þátt í Eurovision 2024 verði Ísraelar með. Ekki er minnst á að Hamas hafi hafið stríðið með villimannslegum drápum og gíslatökum almennra borgara en mönnum sagt skylt að „taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum“. Svo virðist sem gyðingaandúðin (sem RÚV hefur alið á gegnum tíðina) hafi náð botninum hérlendis með afmennskun gyðinga, eins og gerðist á 4. áratugnum.

Öll stjórn FTT skrifaði undir fyrir hönd félagsmanna; þess fólks sem líklegast er til að taka þátt í Söngvakeppni RÚV en Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði við Heimildina að RÚV hafi engar sérstakar skoðanir á þessum átökum per se. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að taka afstöðu í þessu máli.

Skyldi stjórn FTT vera búin að gleyma því að þegar Daði og Gagnamagnið lentu í fjórða sæti Eurovision í Rotterdam með sitt skemmtilega og hressa lag þá gáfu sum lönd okkur nær engin stig í símakosningunni, mjög trúlega af pólitískum ástæðum: Ísrael vegna Hatara og almennrar gyðingaandúðar, Rússar vegna landlægs Rússahaturs og Georgía e. t.v. vegna þess að við lýstum yfir að hælisleitendur þaðan væru glæpamenn. Það vita það allir að skrautsýningin Eurovision er pólitísk keppni.

Sjá má umfjöllun um þessa kröfu stjórnar FTT í blöðum víða: í arabaheiminum, Íran, breskum blöðum, blöðum í Ísrael og í Russia Today meðal annars. Líklegt er að Rússar taki sneiðina til sín og hugsi RÚV þegjandi þörfina: „Okkur er öllum skylt að taka afstöðu gegn stríði og morðum á óbreyttum borgurum sem saklausum börnum. Við höfum alltaf val um að leggja ekki nafn okkar við slíkt hvort sem við erum einstaklingar eða stofnanir ríkisins. Við skuldum þeim þjóðum sem fara fram með offorsi í krafti hernaðarmáttar ekki að deila með þeim sviði á viðburði sem alla jafna einkennist af gleði og bjartsýni,“ sagði í tilkynningu FTT.

Rússar eru ekki þeirrar meiningar að einn daginn hafi Pútín vaknað og of einskærri illmennsku ákveðið að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vita að NATO og heimsvaldasinnarnir í BNA höfðu unnið að því lengi að koma Rússum á kné og eru langflestir sammála Pútín um að í engu sé hægt að treysta Vesturlöndum og betra að leggja á önnur mið. Í nýlegri grein í Russia Today má lesa að forsætisráðherra Rússa, Mikhail Mishustin, hafi tilkynnt að Rússar myndu koma á fót eigin söngvakeppni með vinveittum löndum sem kæmi í stað fyrir Eurovision. Fyrsta keppni Intervision verður haldin í Moskvu á næsta ári, er haft eftir honum.      

Það gæti vel verið að þetta útspil stjórnar FTT muni kosta okkur atkvæði frá þjóðum vinveittum Rússum og Ísrael (nema auðvitað Ísraelar ákveði að sleppa því að koma fram í Malmö, þeim sælureit íslamistanna).

2 Comments on “Mun áskorun FTT kosta okkur atkvæði í Eurovision?”

  1. Ég gengst við því ég þoli ekki Pútín og homahataranna g Íslenska fylgifiska þeirra. Lengi lifi Úkraína

  2. Þú ert mikið gáfnaljós Júlíus Einarsson, mikið væri heimurinn einfaldari ef hann væri fullur af svona mannvitsbrekkum eins og þér 😉

Skildu eftir skilaboð