Getum ekki valið stjórnmálamenn sem eru eins og óumbúið rúm

frettinGústaf Skúlason, Innlent, Viðtal1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Það fæst meira fyrir peninginn á Spáni en á Íslandi og veðurfarið fylgir ekki frostinu á Fróni. Gústaf Níelsson hefur eins og margir aðrir á efri árum keypt sér íbúð á Spáni og dvelur þar meginþorra ársins ásamt eiginkonu sinni. Hann hefur verið rödd í stjórnmálaumræðunni áratugum saman og á ekki langt að sækja það. Bróðir hans, Brynjar Níelsson var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Báðir þrá og virða þeir bræður málfrelsið og frelsi einstaklingsins og eru virkir í umræðunni.

Það var einstaklega ánægjulegt að eiga þetta samtal við Gústaf Níelsson. Hann hefur eins og sístækkandi hópur Íslendinga erlendis vaxandi áhyggjur af föðurlandinu góða, ástsæla Fróni. Hann er ekki eini Íslendingurinn erlendis sem hefur ýmislegt að athuga við stjórnarhætti ríkisbúskaparins.

Lítil þjóð getur ekki leyst allan vanda heimsins

Gústaf Níelsson líkir hugsunarlausu bruðli með skattfé landsmanna við veislu, þar sem þeir sem eru kjörnir til að sjá um hag landsmanna, hafa gleymt umbjóðendum sínum í „bjarga heiminum veislunni.“ Öll skynsemi segir, að lítil þjóð hefur ekki ein bolmagn til að „bjarga heiminum.“ Gústaf Níelsson segir:

„Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru að eyða skattfé almennings og lítil þjóð eins og Ísland getur ekki leyst vanda alls heimsins.“

Nefnir hann mörg dæmi máli sínu til stuðnings, t.d. loftslagsmálin þar sem hann segir að Ísland hefði aldrei átt að skrifa undir Parísarsamkomulagið og 84 fulltrúar verið sendir á loftslagsráðstefnuna í Dubai. Lagðir eru á loftslagsskattar eins og að slíkur skattur gæti breytt veðurfari jarðar.

„Almenningur er látinn borga brúsann en loftslagið breytist ekkert fyrir það.“

Þarf að loka landinu tímabundið fyrir fólksinnflutningi

Gústaf Níelsson er einnig gagnrýninn á galopin landamæri Íslands og að verið sé að flytja inn fjölskylduhópa þess fólks sem fengið hefur hæli. Hann hefur ekkert á móti duglegu, vinnandi fólki sem komið hefur til landsins og sest að til að mynda eigið líf. Hins vegar koma ekki allir á þeim forsendum, heldur er til fólk sem kemur einungis til Vesturlanda til að lifa á velferðarkerfum landanna. Lönd í Evrópu hafa fengið að kynnast þessu, Svíar, Þjóðverjar, Bretar og núna Íslendingar. Gústaf Níelsson kallar eftir stefnu í stað stefnuleysis í innflytjendamálunum. Tillaga hans er að landinu verði lokað um tíma fyrir fólksinnflutningi og grisjað verði í skóginum og þeir sendir burtu sem ekki eiga að vera hér. Einnig að settar verði reglur um hvernig megi afturkalla veitt ríkisborgararéttindi.

Vernda ber íslenskuna sem þjóðartungumál í stjórnarskránni

Einn fylgifiskur stjórnlauss fólkinnflutnings er hversu tungumálið góða, íslenskan, á í vök að verjast. Ekki nóg með að skólarnir hafa orðið lélegri í kennslu málsins heldur er með eindæmum erfitt að vera íslenskur ferðamaður á Íslandi vegna þess hversu fáir tala íslensku í ferðaþjónustunni. Ferðaðist hann með konunni um landið og tókst að finna einn, EINN mann sem talaði íslensku!

„Ég er fylgjandi því, að íslenskan verði skrifuð inn í stjórnarskrá sem tungumál á Íslandi. Þetta er okkar mál og engin ástæða að hætta að tala það.“

Verst mannaða Alþingi í manna minnum

Gústaf Níelsson leiðir hugann að stjórnmálamenningu Íslands og að skortur sé á stjórnmálaforingjum:

„Ég hef aldrei á ævinni séð jafn illa mannað Alþingi eins og það sem núna situr.“

Smellið á spilarann hér að neðan til að heyra þetta hressilega viðtal við Gústaf Níelsson:

One Comment on “Getum ekki valið stjórnmálamenn sem eru eins og óumbúið rúm”

Skildu eftir skilaboð