karlmenn í kvennaíþróttum

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Kynjamál, Transmál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Það er minnisstætt að hugsa til afstöðu margra kennara til trans-kvenna sem vilja m.a. yfirtaka íþróttir kvenna. Kom berlega í ljós á liðnu ári. Þessir kennarar hafa sett sig upp á móti skoðunum þeirra sem eru á móti trans-konum í kvennaíþróttum. Formaður BKNE sagði í viðtali að kosið væri um skoðanir, svo ekki er hægt að túlka vilja kennara á félagssvæði BKNE öðruvísi en þeir séu hlynntir að líffræðilegir karlmenn keppi í kvennaíþróttum. Skýrari verður afstaða kennara ekki. Kennarar af öllum stéttum, formenn innan KÍ og Félags grunnskólakennara eru þar á meðal, enda hafa þeir talað gegn skoðunum bloggara um málaflokkinn. Í mínum augum fylgir þessi afstaða kennara, að vilja karlmenn í kvennaíþróttir, mikil fyrirlitning í garð stúlkna og kvenna af augljósum ástæðum. Hvað þá inn á einkasvæði kvenna.

Líffræðilegur karl vill boxa við konur

Í boxi af öllum íþróttagreinum er augljóst að líffræðilegur karlmaður hefur yfirburði yfir konu. Trans-konan Mya Walmsley vill gjarnan boxa við konur þó hann sé karlmaður og finnst leiðinlegt að hann sé pólitískt bitbein. Hann krefst þess að keppa við konur þó hann sé karlmaður og neitar að láta mæla magn testósterón því hann telur slíkt próf handahófskennt og niðurlægjandi, en OL nefndin hefur komið slíkum mælingum á.

Mya telur að treysta eigi þjálfurum og boxurum til að ákveða hvort kynið þeir eru þegar þeir vilja keppa. Á ekki að spyrja spurninga.

Þannig að Mya berst fyrir að allir menn megi keppa við konur ef þeir óska þess, en kærir sig ekki um að fylgja reglum. Hann gagnrýnir kvenboxara sem hafa dregið sig út úr keppni. Mya telur að þetta geta leitt til útilokunar íþróttamanna, vanhæfni í kvennaflokki og réttlæt handahófskenndar reglur. Mya nemur heimspeki!

 Mya Walmsley

Leita þarf víða eftir slíkri gaslýsingu og kjaftæði. Auðvitað eiga að vera reglur um hver má taka þátt í boxhringnum þegar konur keppa og auðvitað á að banna karlmenn frá kvennakeppnum því annar verða kvennaíþróttir ekki lengur til, bara opinn flokkur.

Karlaflokkar eru öllum opnir eftir því sem best er vitað, ekkert vandamál, en það er ekki að ástæðulausu að kvennaíþróttir eru bara fyrir konur.

Karlmaður verður ekki kona af því hann upplifir það og skilgreinir sig sem konu. Maður fæðist kona, kynið er ekki eitthvað sem er fengið úr sjálfsala eða sem sem hægt er að ákveða þó á einum stað sé hægt að breyta um félagslega kyn eða kynvitund. Líffræðinni verður ekki breytt.

Í íþróttum er það líffræðilega kynið sem er mikilvægt og um það eigum við að standa vörð, stúlkna og kvenna vegna.

Hér má lesa um málið.

Bubbi hefur mikinn áhuga á boxi, skyldi honum finnast í lagi að líffræðilegur karlmaður keppi á móti konu? Hvað með þig?

One Comment on “karlmenn í kvennaíþróttum”

  1. Hvernig væri að beina athyglinni á þessari bilun til Woke fólksins sem á sök á þessari fáráðnlegu freku stefnu en ekki karlmenn yfir höfuð.

Skildu eftir skilaboð