Fimm nýir BRICS-meðlimir: Saudi Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland, Íran og Eþíópía

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Heimurinn er ekki einsleitur. BRICS löndin munu nýta sér þann veruleika fyrir sinn hag eins mikið og þau geta. Nýja árið hófst með nýstækkuðum BRICS hóp: Við löndin sem fyrir voru, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka bætast Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Egyptaland, Íran og Eþíópía við sem nýir meðlimir.

Sádi-arabíska ríkissjónvarpið fagnaði því, að konungsríkið myndi opinberlega ganga í BRICS.

Sádi-arabar fagna samstarfinu við BRICS

Reuters greindi frá:

„Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði í ágúst að konungsríkið myndi kynna sér smáatriðin fyrir áætlaðan inngöngudag 1. janúar 2024 og taka „viðeigandi ákvörðun.“ Faisal bin Farhan prins hafði áður sagt, að BRICS hópurinn væri „til hagsbóta og mikilvægur farvegur“ til að styrkja efnahagslegt samstarf […] og áfram yrðu sterk tengsl við Bandaríkin. Sádi-Arabía hefur í auknum mæli farið eigin leiðir með áhyggjur af því, að Washington skuldbindi sig ekki lengur varðandi öryggismál Persaflóa á sama hátt og áður.“

BRICS

Stærsti olíuviðskiptavinur Sádi-Arabíu er Kína, sem leiðir stækkun BRICS til að skapa mótvægi við Vesturlönd. BRICS löndin ætla að verða sigurvegarar „Global South“ sem er samvinnuvettvangur stækkandi markaðsríkja og þróunarlanda. Með tvöföldun meðlima BRICS er búist við, að völd hópsins aukist verulega á alþjóðavettvangi.

Nýja BRICS tekur yfir 28% af efnahag heimsins

Africa News greindi frá:

„Hið nýja og stækkaða BRICS hefur samanlagt um 3,5 milljarða íbúa, með samanlagt hagkerfi að virði yfir 28,5 trilljónir dollara eða um 28% af hagkerfi heimsins.“

BRICS-löndin vonast til að stækkunin muni leiða til aukins sjálfstæðis nýs hagkerfis þar sem löndin komast frá því að nota Bandaríkjadal. Forseti Brasilíu kallaði eftir því sl. haust, að BRICS-ríkin tækju upp sameiginlegan gjaldmiðil í viðskiptum og fjárfestingum sín á milli.

Rússland í formennsku BRICS

Rússland tók við formennsku í BRICS og í ávarpi sínu sem nýr forseti BRICS sagði Vladimírs Pútíns Rússlandsforseti m.a.:

„BRICS laðar til sín sífellt aukinn fjölda stuðningsmanna og ríkja með svipuðu hugarfari sem deila undirliggjandi meginreglum þess: fullvalda jafnrétti, virðingu fyrir valinni þróunarstefnu, gagnkvæmum sameiginlegum hagsmunum, hreinskilni, samstöðu, von um að mynda fjölpóla alþjóðareglu. og sanngjarnt alþjóðlegt fjármála- og viðskiptakerfi og leit að sameiginlegum lausnum á helstu vandamálum okkar tíma.“

„Við munum að sjálfsögðu einbeita okkur að því að samhæfa og efla utanríkisstefnu meðal aðildarríkjanna og finna í sameiningu skilvirk viðbrögð við áskorunum og ógnum við alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi og stöðugleika.“

Skildu eftir skilaboð