Indland og Rússland auka tvíhliða samskipti m.a. til sameiginlegrar framleiðslu nútíma vopna

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá eru ný heimsmynd komin til að vera. Tvíhliða tengsl af þýðingarmiklum toga milli valdavalda eru að þróast á áður óþekkt stig. Skýrasta dæmi um þetta eru samskipti Indlands og Rússlands.

Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands var nýlega staddur í fimm daga heimsókn í Rússlandi, þar sem hann hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta, sem lofaði samskipti landanna og þróun þeirra á umrótatímum.

Pútín ræddi m.s. stríðið í Úkraínu og hlutleysisafstöðu Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands sem hefur lýst yfir vilja sínum „að gera allt til að leysa þetta vandamál með friðsamlegum hætti.“ Indland kaupir ásamt Kína allt að 90% af allri olíu Rússlands sem flutt er úr landi. Það gerir Nýju Delí að mikilvægum viðskiptafélaga.

Samkvæmt AP hélt Jaishankar einnig fund með utanríkisráðherra Rússlands, Sergey Lavrov, sem sagði að þeir hefðu rætt um „möguleika á hernaðar-tæknilegri samvinnu og sameiginlegri framleiðslu nútíma vopna“.Utanríkisráðherra Indlands lofaði bestu tölur í viðskiptum ríkjanna sem hann sagði að „hefðu farið yfir 50 billjónir dollara ár 2022.“ Jaishankar sagði:

„Við gerum ráð fyrir að fara yfir það á þessu ári. Og það sem er mikilvægt er að þessi viðskipti eru í meira jafnvægi, þau eru sjálfbær og þau veita sanngjarnan aðgang að mörkuðum.“

Skildu eftir skilaboð