Kanslari Þýskalands gæti neyðst til að segja af sér vegna stærsta fjármála- og njósnahneyksli eftir stríð

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Glóbalistakanslarinn Olafs Scholz strögglast áfram með bandalagsríkisstjórn sína sem þjáist af fjárhagserfiðleikum, hömlulausum fólksflutningum og stöðugum stríðsáróðri fyrir Úkraínu. Fréttir eru að berast um að Scholz kunni að neyðast til að segja af sér, þar sem jafnaðarmannaflokkur hans hrjáist af erfiðri timburmennsku eftir hörmulega útkomu í könnunum í árslok.

BILD greinir frá:

„Fylgi SPD féll úr 20 í 15% á árinu 2023 (INSA könnun fyrir BILD frá 31. desember)… Aðeins einn af hverjum fimm Þjóðverjum eru jákvæðir til starfa Olafs Scholz sem kanslara Þýskalands. Kanslarinn gæti þurft að segja af sér árið 2024. Þegar er farið að ræða um hugsanlegan arftaka „á einum væng jafnaðarmanna“: Boris Pistorius (63), alríkisvarnarmálaráðherra sem er vinsælli meðal þjóðarinnar.”

Kristilegir demókratar CDU/CSU bæta við sig 6%, jafnaðarmenn SPD tapa 5% og grænir tapa 6%. Lýðræðislegi flokkurinn FDP tapar 2% og Valkostur fyrir Þýskaland AfD bætir við sig 8%. Gráu línurnar eru tölur 2022. Lituðu línurnar desember 2023. SPD, Græningjar og FDP mynda saman ríkisstjórn í dag.

Scholz var sem fjármálaráðherra í samstarfi við greiðslufyrirtækið Wirecard

Einnig hefur komið í ljós, að ástæðan fyrir því að skipta um kanslarann er ekki eingöngu vegna hörmulegs ástands í efnahags- og stjórnmálum landsins. Heldur er það stórt njósnahneyksli frá árinu 2020 í sambandi við fyrirtækið Wirecard og yfirmann þess Jan Marsalek. Talið er að Marsalek sé í Moskvu og samkvæmt nýjum upplýsingum Breta og Bandaríkjamanna, þá var hann rússneskur njósnari allan tímann. Þegar meiri upplýsingar koma fram um málið virðist Scholz á bólakafi í hneykslinu.

„Scholz var fjármálaráðherra undir stjórn Merkel, þegar mesta efnahagshneyksli frá seinni heimsstyrjöldinni var afhjúpað árið 2020. Sem ráðherra bar Scholz ábyrgð á fjármálaeftirlitinu BaFin sem sá ekki milljarða dollara svindl m.a. varðandi flugbókanir. Það gerðist samtímis og greiðslufyrirtækið Wirecard var samstarfsaðili ríkisstjórnarinnar og vann að viðkvæmum greiðslum fyrir leyniþjónustuna.“

Græningjaflokkurinn sem núna er hluti af stjórnarbandalagi Scholz tók upp baráttu í málinu á hlið með stjórnarandstæðingum, þegar hneykslið kom fyrst upp.

„Olaf Scholz hefur alltaf neitað sínum hlut í ábyrgð á hneykslismálinu. En gagnrýnendur sökuðu BaFin og þar með einnig fjármálaráðuneytið um að hafa gert rangt frá upphafi. Hingað til hefur þýska fjármálaráðuneytið hafnað öllum beiðnum um að opinbera gögn um fundi á milli yfirmanns Wirecard, Scholz og fulltrúa Scholz. Voru það áður óþekktir samningar milli ríkisstjórnarinnar og meints njósnara Pútíns?“

Það fer heldur ekki vel í þýsku þjóðina, að samtímis sem ríkisstjórnin kemur á greiðslustöðvun vegna fjármálakreppunnar, þá ákveður ríkisstjórnin samtímis að senda nýjan vopna- og fjármálapakk að andvirði 1,4 milljörðum evra til Úkraínu.

Skildu eftir skilaboð