New Hampshire samþykkir að banna kynbreytingu ólögráða barna

frettinErlent, Gústaf Skúlason, TransmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Fulltrúadeild þingsins í New Hampshire samþykkti sl. fimmtudag með 188-175 atkvæðum, frumvarp til laga sem banna kynskiptaaðgerðir á ólögráða börnum. Samtímis var einnig lagt bann við að læknar gætu vísað á aðstöðu utan ríkisins fyrir ólögráða börn eða fjölskyldur þeirra. Umræður fóru fram í klukkustund áður en lögin voru samþykkt. The Gaeway Pundit greinir frá.

Í lagafrumvarpinu segir:

„Almennt skortir fullnægjandi upplýsingar um samþykki og einnig fela kynleiðréttingaraðgerðir ungmenna í sér mikla hættu á þvingun vegna samþykkis foreldra, þegar foreldrarnir telja að þeir standi frammi fyrir vali á milli þess, að barnið þeirra fremji sjálfsvíg nema að foreldrarnir samþykki kynleiðréttingu.“

Vantar upplýsingar um langtímaáhrif kynleiðréttingaraðgerða

Í lögunum er vísað til þess að gögn vanti um langtímaáhrif kynleiðréttingaraðgerða ólögráða barna. Segir áfram í frumvarpinu:

„Þar sem ekki liggja fyrir unnin gögn sem sanna öryggi og verkun, þar með talið langtímaárangur, þá ætti einungis fólk yfir lögræðisaldri að fara í kynleiðréttingaraðgerðir í New Hampshire fylki.“

Samkvæmt frétt In-Depth NH, þá sagði þingkonan Erica Layon:

„Við þurfum að bíða, við þurfum að gera hlé. Er í lagi að segja foreldrum að aðferðin sé örugg og árangursrík ef engin gögn eru til?“

Ekki löggjafans að ákveða

Gerri Cannon, þingmaður demókrata, sem er trans, hélt því fram að þrír læknar hafi tekið viðtöl við hann til að ganga úr skugga um, að vildi sjálfur fara í aðgerð. Cannon sagði:

„Þetta snýst ekki um skurðaðgerð, heldur um hvers vegna við erum að íhuga að setja læknisfræðilegar aðferðir sem stöðugt breytast í lög í New Hampshire. Læknaþjónustan lærir stöðugt nýjar aðferðir með nýrri tækni til að annast sjúklinga.“

Búist er við að frumvarpið verði einnig samþykkt í öldungadeildinni.

Skildu eftir skilaboð