Ný ríkisstjórn Tusks ræðst á blaðamenn í Póllandi – rekur ritstjórnir og lokar fjölmiðlum

frettinErlent, Gústaf Skúlason5 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Hreinsanir ríkisstjórnar Tusks í Póllandi á blaðamönnum með lokun fjölmiðla með lögregluvaldi og brottrekstri ritstjórna eru þaggaðar niður í meginfjölmiðlum innan ESB. Fyrrum háar raddir fyrir málfrelsi og lýðræði eru nú svo hásar að ekkert heyrist, þegar verið er að brjóta á blaðamönnum í Póllandi og einungis leyft að hlýða á rödd valdhafa og Evrópusambandsins.

Tusk forsætisráðherra byrjaði strax á því í desember að skipa pólsku lögreglunni að ráðast inn í höfuðstöðvar TVP með kylfur á lofti. TVP er ríkisfjölmiðill með sjónvarps og útvarpsstöðvar.

Dýraþættir í stað frétta, vefsíðan tóm

Lögreglan lokaði báðum sjónvarpsstöðvunum rak ritstjórana út, lokaði vefsíðu TVP og Youtube-reikningnum fyrirtækisins. Jafnframt var slökkt á enskri rásin sem meðal annars er stór fréttastöð um Úkraínustríðið. Tusk segir aðgerðirnar gerðar til að „stjórnmála-afvæða“ ríkisfjölmiðlana. Gagnrýnendur segja hins vegar, að fara þurfi aftur til kommúnistatímans til að finna valdbeitingu pólskrar ríkisstjórnar gegn blaðamannastéttinni á þann hátt sem Tusk beitir.

Fyrir pólska sjónvarpsáhorfendur eru „dýraþættir“ í stað fréttatíma og vefsíðan er tóm. Milli 30 og 40% pólskra heimila verða fyrir áhrifum þegar verið að þagga niður í stærsta ljósvakamiðli landsins.

Önnur eins villimennska ekki sést síðan á tíma kommúnismans

Gagnrýni á árásina á TVP hefur verið hörð frá pólsku stjórnarandstöðunni. Fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Mateusz Morawiecki, lýsti því yfir að um brot á bæði stjórnarskrá og lögum væri að ræða.

Blaðamenn sem voru fluttir út úr byggingunni af lögreglu vopnaðri byssum, lýsa yfir hneykslun sinni og nota orð eins og „villimennska“ um aðgerðirnar. Af ótta við frekari hefndaraðgerðir frá ríkisstjórn Tusk kjósa margir þeirra að halda nöfnum sínum leyndum. Starfsmennirnir hafa ekki fengið neinar skýringar og árásin á sjónvarpshúsið var heldur ekki undirbúin á þingi eða neinar umræður um hana áður heldur lét Tusk framkvæma árásina svipað eins og þegar herinn tekur völdin.

Yfirmaður ríkisútvarpsráðs Póllands, Maciej Swirski gagnrýnir árásirnar harðlega:

„Að slökkva á sjónvarpsrásinni og vefsíðu TVP er lögleysa og minnir á verstu tíma herlaga .“

Hafna tali um „stjórnmálalega afvæðingu“

Swirski hafnar einnig öllu tali frá Tusk um „stjórnmálalega afvæðingu.“ Að hans sögn er enginn vafi á því, að hér er þvert á móti um hrottafengna stjórnmálalega aðgerð að ræða. Hann segir:

„Pólitísk markmið geta ekki verið afsökun fyrir því að brjóta gegn eða sniðganga stjórnarskrár- og lagaákvæði.“

Tusk og pólitískir vildarvinar hans styrkja tök sín á ríkisstjórnarvaldinu með því að útrýma stórum hluta þess gagnrýna eftirlits sem þeir myndu sæta, hefði TVP fengið að halda áfram starfseminni. Lokun frjálsrar blaðamennsku í Póllandi virðist algjörlega hafa „farið fram hjá“ fréttamiðlum glóbalismans á Vesturlöndum.

5 Comments on “Ný ríkisstjórn Tusks ræðst á blaðamenn í Póllandi – rekur ritstjórnir og lokar fjölmiðlum”

 1. Þetta er nú meiri þvættingurinn í þér, Gústaf. Tusk er að hreinsa út ritstjórn sem er höll undir PiS flokkinn og hefur stýrt allri umræðu síðustu 8 árin með hagsmuni PiS að leiðarljósi.

 2. Reynir, Það er langt því frá eðlilegt að loka sjónvarpi og vefsíðum, þó að þær hafi verið þér mótfallnar. Tjáningarfrelsi er hornsteinn lýðræðis.. Er eðlilegt að handtaka þingmenn? Vann hann ekki kostningarnar löglega?
  Hví er hann að haga sér eins og einræðisherra?

  Eftirfarandi fyrirsagnir eru ríkjandi eftirviðburði helgarinnar::
  „Poland is erupting in protest after opposition members of parliament were arrested and the Presidential Palace stormed on the orders of Globalist Donald Tusk“
  „The fightback for freedom has begun in Poland.“

 3. Sæll Brynjólfur. Augljóslega þekkir þú lítið sem ekkert til Póllands, en það er allt í lagi. Mikið um fréttir allsstaðar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

  Þegar PiS komst til valda voru ríkisfjölmiðlar gerðir að málpípu flokksins og ritskoðun, falsfréttir og áróður tók yfir. Þjóðmálaumræða varð mjög einsleit og fjórða valdið sem fjölmiðlar alla jafnan taka sér vék fyrir áherslum flokksins. Tusk er einfaldlega að taka til og um leið að gera fjölmiðla aftur sjálfstæða. Ég bý í Póllandi og hef gert undanfarin 12 ár og trúðu mér, það eru engin mótmæli í gangi, nema kannski við landamæri Úkraníu, en það er af allt öðrum toga. Þvert á móti þá ríkir almenn ánægja með dóm og handtöku fyrrverandi ráðherra og aðstoðarmanns hans. Málið snýst um að árið 2015 náðaði forseti Póllands þá eftir að þeir hlutu dóm, eitthvað sem forseti hvorki mátti gera né átti að gera. Hæstiréttur Póllands ógilti þá ákvörðun í desember sl. og inn skyldu þeir fara. Þeir leituðu skjóls hjá forseta Póllands með það fyrir augum að tefja fyrir handtöku og reyna að höfða til stuðningsmanna sinna en það gekk einfaldlega ekki eftir. Þeir voru handteknir og skulu afplána sinn dóm. Allt tal um að þetta séu pólitískar ofsóknir er þvæla. Þeir burtu lög og skv. lögum í Póllandi er enginn yfir lögin hafinn. Ekki einu sinni fyrrverandi ráðherrar.

  Það má vel vera að ríkisstjórn Tusks sé höll undir Evrópusambandið og sitt sýnist hverjum með það. en eftir 8 ár af PiS er að koma í ljós að víða var pottur brotinn, bæði í ríkisfjármálum, spillingu og sjálftöku. Ekki seinna vænna en að taka til. Þess ber að geta að í kosningunum sem fram fóru í Nóvember sl. missti PiS meirihlutann á þingi. Það segir allt um álit meiri hluta kosningabærra Pólverja á PiS.

 4. Það væri nú flott fyrir Fréttina að fá fréttaritara, búsettan í Póllandi, til að skrifa fréttir frá Póllandi.
  Væntanlega ekki hálaunastarf en gæti samt verið áhugavert upplýsandi. Nú þekki ég Möggu ekki neitt en hún er áhugasöm um að sýna fleiri hliðar á málum en eina þannig að endilega hafðu samband við hana og vittu hvort staðan sé ekki laus.

Skildu eftir skilaboð