Ruglingslegur útúrsnúningur og vitleysa (RÚV)

frettinGeir Ágústsson, Innlent3 Comments

Geir Ágústsson skrifar:

Í gær var íslensk kona dæmt í fangelsi af norskum dómstól. Nútíminn segir frá í ítarlegu máli. Hún var kærð fyrir nokkra glæpi og hefur núna verið sakfelld af alvöru dómstól í þróuðu vestrænu réttarríki. Grunur hefur verið staðfestur, ásakanir orðnar að kærum og kærur leitt til sakfellingar.

Einfalt mál fyrir blaðamann að fjalla um?

Nei, heldur betur ekki. Ekki þegar þú vinnur hjá Ríkisútvarpi Útvalinna Viðhorfa (RÚV) sem heldur úti Ruglingslegum Útúrsnúningi og Vitleysu (RÚV).

Hjá slíku apparati verða jafnvel einföldustu atriði að einhverju loðnu og jafnvel vafasömu, svo sem að

Edda Björk var sökuð um að hafa flutt þrjá syni sína í óleyfi frá Noregi til Íslands með einkaflugvél árið 2022.

Hún var sakfelld, ekki sökuð um.

Hún er einnig grunuð um að hafa numið börn af landi brott og haldið í öðru landi og komið þannig í veg fyrir umgengni þess við þann sem hefur forræði yfir barninu.

Hún er sakfelld, ekki grunuð um.

Ég er kannski að lesa of mikið í orðaval blaðamanns en það er eins og skrif hans séu að hluta úr fortíð, þar sem grunur lék á ýmsu og ásakanir voru um annað, og hluta í nútíð, þar sem er búið að sakfella hana fyrir allt sem hún var grunuð og sökuð um.

Kannski ætti ég svo að hrósa RÚV fyrir að hafa yfirleitt fjallað um þetta og vísað í skrif Nútímans, sem var hérna fyrstur með fréttirnar og var fyrsti fjölmiðillinn sem bauð upp á upplýsta umræðu um mál sem var áður bara hávaði úr einni átt.

Og kannski langaði mig bara til að finna fleiri leiðir til að nota RÚV-skammstöfunina. Það út af fyrir sig hefur ákveðið virði fyrir mig, sama hvað.

3 Comments on “Ruglingslegur útúrsnúningur og vitleysa (RÚV)”

 1. Ákærð, sakfelld og dæmd
  til tuttugu mánaða tugthúsvistar
  fyrir alvarleg afbrot.

 2. Það er í rauninni ótrúlegt hvernig íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál!
  Að detta það í hug að fjalla um þennan fjölskylduharmleik í fjölmiðlum er nátturulega hámark virðingaleysis við fjölskyldu og aðstandendur þessa fólks.

  365 miðlarnir hafa í rauninni verið ósvifnari enn RUV í sinni umfjöllun. Þeir til að mynda lögðu til að bessuð konan yrði valin maður ársins!

 3. “Ruglingslegur ágreiningur”? Er það ekki líka ruglingsleg fyrirsögn ?
  Myndi sannar skrifast sem “Augljós útúrsnúningur hlutdrægni áróðurs kynjastíðs fréttamennska.

Skildu eftir skilaboð