Vinstrimenn reyna að skrúfa fyrir George Orwell

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Vinstrisinnar hafa ýtt heiminum nær forræðishyggjunni sem Orwell skrifaði í bók sinni 1984. Greinilega vilja þeir ekki, að fólk viti um að til bók sem varaði fólk við gerræðishyggju nútímans. Gætu þeir hugsanlega skrúfað fyrir George Orwell? Það lítur út fyrir að þeir ætli að reyna það.

Telegraph segir frá: George Orwell var „sadisti, kvennahatari, samkynhneigður, stundum ofbeldisfullur“maður sem skrifaði burtu konur úr sögu sinni, að sögn ævisöguritara eiginkonu hans. Anna Funder sagði, að Orwell væri frábær rithöfundur og margbreytilegur maður en persónulegt líf hans væri á skjön við „velsæmið“ í skrifum hans.

Hún skrifaði ævisögu Eileen O’Shaugnessy, eiginkonu Orwells – þar sem hún leggur áherslu á framlag O’Shaugnessy til verks hans, meðal annars að hjálpa honum að skrifa Dýrabæ „Animal Farm.“ Samkvæmt Funder er myrkrið í bókinni 1984 spegilmynd af sál Orwells. Hún sagði:

„Velsæmi er svo mikið kjarnagildi Orwells. Hann skrifar um það. Það eru gæði „proles“ (þeirra eignalausu) árið 1984 sem eiga eftir að bjarga okkur. Hann vildi halda reisn sinni, að lítið yrði á hann sem góðan mann, sem hann útskýrði að væri heill bæði að innan og utan.“

„Einnig notaði hann þetta orð til að vísa til þess að vera gagnkynhneigður – hann var hómófóbískur en laðaðist sjálfur að karlmönnum og ég held ekki að hann hafi haft sérstakan áhuga á konum kynferðislega.“

Sér einhver kaldhæðnina hér? Kannski ættum við að hvetja fleiri til að lesa verk Orwells í stað þess að einblína á, að skrif hans um forræðishyggjuna séu vandamál fyrir rétttrúnaðarpostulana.

Skildu eftir skilaboð