Svíþjóð dregur í land með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Svíþjóð er að hætta við glóbalistamarkmið Sameinuðu þjóðanna "Agenda 2030". Þetta kemur fram hjá sænska rannsóknarblaðamanninum Peter Sweden.

Nýja hægri stjórnin brýtur niður starf fyrri sósíalistastjórnar

Svíþjóð hefur verið að gera margt rétt að undanförnu. Þeir hafa þegar hætt við áætlanir um endurnýjanlega orku og þrýst á um aukna kjarnorku.

Á nýju ári felldu Svíar niður loftslagsskatta á eldsneyti sem olli því að dísilolíuverð hrundi um rúmlega 4 sænskar krónur á lítrann.

Árið 2022 þegar sósíalískir demókratar voru við völd náði dísilverðið heilum 28 sænskum krónum á lítra. en eftir að hægri stjórnin aflétti loftslagsgjöldum náði verðið á nýju ári næstum allt niður í 17 sænskar krónur á lítra. Það er um 39% lægra verð á dísilolíu.

Frekari skref hafa verið stigin

Fyrri ríkisstjórn sósíalista setti fram mótun í tilskipunum til ríkisstofnana í Svíþjóð um að þau yrðu að vinna að því að ná Agenda 2030 markmiðunum.

Nýja ríkisstjórnin hefur hinsvegar skorið niður fjárveitingar til sveitarfélaga og landshlutasamstarfs fyrir 2030 heimsmarkmið glóbalistanna.

Nú í jólafríinu voru Agenda 2030 markmiðin fjarlægð úr tilskipunum til ríkisstofnana eins og sænsku orkumálastofnunarinnar, sænsku efnastofnunarinnar, sænsku haf- og vatnamálastofnunarinnar og sænsku matvælastofnunarinnar.

Stórar fréttir

Vissir þú að Bill Gates hefur gefið heila 1,27 milljarða dala til að fjármagna heimsmarkmiðin "Agenda SÞ 2030"? Og stór upphæð af þeim peningum hafa farið í framleiðslu rafrænna skilríkja og heilsupassa(GLOBAL DIGITAL ID.)

Þetta er mikill sigur fyrir hægrisinnaða sænska demókrata sem eru mjög ánægðir með þessa niðurstöðu.

„Almennt séð sjáum við engan ávinning með Agenda 2030 samstarfinu og fögnum þróuninni. Í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Græningja hefur Agenda 2030 og jafnrétti kynjanna alls staðar verið komið á og við teljum þetta ekki eitt mikilvægasta verkefni yfirvalda,“ sagði Martin Kinnunen, talsmaður umhverfis- og loftslagsmála hjá Svíþjóðardemókrötum.

Svo þar höfum við það. Svíar eru farnir að ganga gegn heimsmarkmiðunum Agenda 2030.

Ætlar einhver annar að fylgja eftir, styður þú þetta ráð sænsku hægristjórnarinnar?

Færslu Peter má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð