„Loftslagskreppan“ notuð til að skapa nýja heimsskipan

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Loftslagsmál, WEFLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

„Alþjóða efnahagsskipan“ framtíðarinnar mun grundvallast á meðhöndlun „loftslagskreppunnar.“ Að minnsta kosti ef taka á mark á orðum Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, á glóbalistafundi World Economic Forum í Davos.

Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, ræddi meðal annars framtíð heimsins í Davos. Børge Brende hjá WEF benti á, að heimurinn virðist vera á leiðinni í átt að nýrri heimsskipun og velti fyrir sér spurningunni: „Hvernig getum við forðast að hin nýja heimsskipun verði eins og frumskógur sem stækkar um allt?“

Samkvæmt Brende er heimurinn á milli gamallar og nýrrar heimsskipunar í augnablikinu. Jake Sullivan deilir í ekki alveg þeirri skoðun, að málið snúist um algerlega nýja heimsskipun. Hann talar frekar um nýtt tímabil. Hann sagði:

„Tímabilið eftir kalda stríðið hefur runnið sitt skeið, við erum við upphaf einhvers nýs. Við höfum getuna til að skapa, hvernig það muni líta út. Margar af meginreglum og stofnunum núverandi skipulags verða áfram aðlagaðar þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“

Byggja þarf hina nýju heimsskipun út frá þörfum „loftslagskreppunnar.“ Jake Sullivan hélt áfram:

„Sumt af því snýst um alþjóðastefnu og að sýna fram á, að glæpir borga sig ekki. Það þýðir að slík alvarleg árásargirni eins og við höfum séð frá ríkjum eins og Rússlandi, verður refsiverð og þarf að greiða fyrir dýru verði. Hluti af þessu snýst um alþjóða efnahag og hvernig við byggjum upp eða uppfærum alþjóðalög á þann hátt, að þau uppfylla þarfir verkafólks, hvernig við tökum á loftslagskreppunni og hvernig við tökumst á við veruleika hins stóra ekki-markaðshagkerfi sem er í Kína.“

Hér að neðan má hlýða á Jake Sullivan á Davos og þar fyrir neðan framtíðarsýn hugmyndafræðings glóbalismans Yuval Noah Harari:


Skildu eftir skilaboð