Páll Vilhjálmsson skrifar:
Sema E. Serdaroglu talsmaður ólöglegra hælisleitenda á greiðan aðgang að RÚV, eins og vænta má. Í ríkisfjölmiðlinum fær Sema vettvang til að saka Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra um hatursorðræðu.
Ásökun Semu í RÚV á hendur utanríkisráðherra er hvatning til öfgafólksins að taka lögin í sínar og virða að vettugi landslög. Vinir og félagar Semu í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa þegar hótað að beita ofbeldi. Orðræða Semu kyndir undir bál ofstækis.
Sema er þjálfaður aðgerðasinni sem beitir þekktri aðferð stigmögnunar til leysa ofbeldi úr læðingi. Með því að kenna utanríkisráðherra við hatur gefur Sema grænt ljós til fólks af hennar sauðahúsi að grípa til róttækari aðgerða. Sýna menningu okkar og samfélagi meiri vanvirðingu, kveikja eldmóð í huga óreiðufólks.
Sema er aðalhöfundur að alræmdri yfirlýsingu háskólamanna sem styðja fjöldamorð Hamas í Ísrael 7. október. Sú yfirlýsing var hvatning til aðfarar að utanríkisráðherra þegar hann heimsótti Harmas-hreiðrið í Vatnsmýrinni.
RÚV elur á ofbeldisvæðingu samfélagsins með því að gefa undir fótinn hvatningu Semu E. Serdaroglu um að leiða ofstopa og andstyggð til öndvegis.
Haldi fram sem horfir verður hælisofbeldi Semu og félaga svarað í sömu mynt. Heiftin í orðræðunni styttir kveikjuþráðinn. Þeir eru æ fleiri sem átta sig á að innflutningur framandi ofbeldismenningar endar með skelfingu.
4 Comments on “Sema kyndir undir ofbeldi”
Icelanders should note how tribal loyalty trumps everything else. Here is a woman born in Iceland and a beneficiary of everything that that accident of birth grants her. Yet her heart beats not for fellow Icelanders but for people of her own tribe in faraway lands. Clearly, tribal blood is much thicker than water from Þjórsá.
Leiðinglegt að sjá að HÍ sé orðinn að bótastofnun fyrir níhiliska vitleysinga sem hata Gyðinga og Íslendinga.
„Sema er þjálfaður aðgerðasinni sem beitir þekktri aðferð stigmögnunar til leysa ofbeldi úr læðingi.“ Nei nú er nóg komið – við tökum ekki endlaust við hatrinu án þess að bregðast við því.
Það er svo fráleitt hjá Páli pistlahöfundi og fleirum máslmetandi mönnum sem halda að gagnrýni á fjöldamorð og yfirlýsingu Ísraelsmanna um fyrirhugað þjóðarmorð sé einhver stuðningsyfirlýsing við hina hryllilegu árás Hamas þann 7. okt. síðastliðinn. Þann viðbjóð er er ekki með nokkur móti hægt að fyrirgefa. Auðvitað má finna skýringar á innrásinni sem slíkri í ljósi sögunnar, en það er með öllu ómögulegt að bera nokkurt blak af aðferðinni og þeirri ómennsku sem þar var viðhöfð.
Held að það sé hverjum friðelskandi Íslendingi mjög þungbært að horfa uppá þessar aðfarir Israels og Palestínumenn, (ekki Hamas) eigi samúð þeirra velflestra. Hinu er ekki að leyna að þessir Palestínumenn og fleiri sem mótmælt hafa við Austurvöll hafa sýnt svo yfirgengilega vanvirðingu við íslenska þjóð og það sem þó hefur verið gert fyrir flóttamenn þaðan. Það má auðvitað alltaf gera betur en svona yfirgangur eins og þeir hafa sýnt er ekki til þess fallinn að efla samstöðu með þeim meðal þjóðarinnar almennt. Auðvitað eru alltaf til einstaklingar sem eru alltaf til í slaginn og þrífast á því að láta á sér bera en það er ekki hinn þögli meirihluti sem hætt er við að hverfi frá óskoruðum stuðningi við málstaðinn, eins góður og hann er, því hann getur enganvegin sætt sig við eða stutt það framferði sem mótmælendur hafa sýnt á Austurvelli.