Ný bóndamótmæli í Frakklandi hrellir stjórnmálamenn

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hin gríðarmiklu bændamótmæli nýlega í Þýskalandi stöðvuðu landið og stillti yfirvöldum upp við vegg svo þau neyddust til að hlusta. Mótmæli bænda í Frakklandi hafa tekið við.

Undanfarna daga hafa bændur víða um Frakkland mótmælt stefnu yfirvalda sem hamlar landbúnaðinum. Með annars er um að ræða háa skatta á eldsneyti fyrir dráttarvélar, ódýran innflutning sem keppir við vörur þeirra, smásalar sem þrýsta á verðhækkanir og fyrirferðarmikið skrifræði ríkisins samkvæmt Reuters.

Loka hraðbrautum og fleygja mykju og sorpi fyrir framan ríkisbyggingar og á járnbrautarteina

Á mánudaginn urðu hörð mótmæli aðallega í suðvesturhluta Frakklands, þegar bændur lokuðu hraðbrautum með dráttarvélum. Financial Times greinir frá því, að grjóti og möl hafi verið dreift á vegi. Núna berast þær upplýsingar meðal annars á X (sjá að neðan), að mótmælin muni harðna enn frekar á þriðjudag 23. janúar. Nokkur myndbönd eru í umferð sem sýna bílalestir dráttarvéla á þjóðvegunum, auk þess hvernig mykju og sorpi er hent á járnbrautarteina og fyrir utan ríkisbyggingar. Koma mótmæli franskra bænda í kjölfar mikilla mótmæla bænda í Þýskalandi.

Ekki unað við orðin tóm

Mótmælin hafa sent kaldan hrylling eftir hryggjarlengd franskra yfirvalda. 9. júní verða ESB-kosningar í og margir telja bændur munu hafa áhrif á þær. Á mánudaginn hittust fulltrúar verkalýðsfélagsins FNSEA1, Gabriel Attal forsætisráðherra og Marc Fesneau landbúnaðarráðherra, að því er Reuters greinir frá. Að sögn Arnaud Rousseau, leiðtoga FNSEA, hefur stjórnmálamönnum verið gert ljóst, að orðin ein dugi ekki lengur. Mótmælin munu halda áfram og stækka svo lengi sem yfirvöld framkvæma ekki áþreifanlegar aðgerðir.

Óttast að styrkur Þjóðfylkingarinnar aukist

Ríkisstjórn Frakklands undir forystu Emmanuel Macron forsætisráðherra óttast mest, að mótmælin munu auka stuðning landsmanna við Þjóðfylkingarinnar sem Marine Le Pen leiddi áður en Jordan Bardella fer fyrir í dag. Frá þessu greinir France24. Jordan Bardella hefur tekið afstöðu með baráttu bænda. Hann sagði á fundi með bændum um helgina:

„Að verja franskan landbúnað er að varðveita arfleifð okkar og upprunalegt vald okkar.“

Hér að neðan má sjá myndbút með Bardella og þar fyrir neðan viðtal við bónda sem segir að þeir munu taka París ef ekkert verði gert og þar fyrir neðan myndir frá aðgerðum bænda í mótmælunum í gær.

One Comment on “Ný bóndamótmæli í Frakklandi hrellir stjórnmálamenn”

  1. Það er ekki bara að bændur þurfi að standa upp gegn hinni klikkuðu valdaelítu, almenningur þarf að vakna við ógnina sem stendur af þessum manndjöflum sem stjórna heiminum og vilja afnema lýðræðið, vilja eyðileggja þjóðfélög, vilja skerða persónufrelsi einstaklinga, vilja gera fólk að andlausum vélmennum. Gera alla að þóknanlegum þrælum yfirstéttarinnar.

Skildu eftir skilaboð