Þýska lýðræðisástin

frettinErlent, Geir Ágústsson2 Comments

Geir Ágústsson skrifar:

Ég fer með óreglulegu millibili inn á heimasíðu þýska fjölmiðilsins DW. Oft er þar að finna góðar greiningar á ýmsum málum og auðvitað fréttir frá Þýskalandi sem birtast hvergi annars staðar, svo sem nýleg fjöldamótmæli bænda þar í landi sem nánast enginn fjölmiðill sagði frá. DW var hikandi í sinni umfjöllun en neitaði þó ekki raunveruleikanum.

En þar á bæ er núna einhver taugatitringur. Kjósendur í þessu lýðræðisríki eru í auknum mæli byrjaðir að styðja við stjórnmálaflokk sem er mjög gagnrýninn á helstu hugðarefni veruleikafirrtra glópa, svo sem að óheftur innflutningur flóttamanna sé sniðugur og að skattkerfið geti breytt veðrinu.

Frá mótmælum þýskra bænda.

Ég les að einn leiðtoga þessa flokks sé hreinlega verið að skilgreina sem fasista, og bendla hann við Þriðja ríki Hitlers. Ég les að það eigi að reyna banna flokkinn en til vara að takmarka hann miðað við aðra flokka. Velgengni flokksins meðal kjósenda er kölluð ógn við lýðræðið. Og svona heldur þetta áfram.

Vissulega er þetta lýðræði ekkert nema leiðindi í hugum margra, sérstaklega þegar kjósendur svíkja stjórnmálastéttina. En í stað þess að taka hina hugmyndafræðilegu baráttu, og reyna að hlusta á skoðanir og komast að líðan kjósenda, þá er eitthvað annað gert: Fasismi er barinn niður með fasisma (réttilega skilgreindur sem sterkt ríkisvald sem fólkinu ber að þjóna, frekar en þjónustulundað ríkisvald sem þjónar fólkinu). Úrval kjósenda skorið niður í það sem stjórnmálastéttin telur ásættanlegt. Leikreglunum breytt. Svolítið amerískt. Kosningar gerðar að sýndarkosningu til að fá rétta niðurstöðu, að mati ríkjandi afla.

Það er eitthvað að krauma í Þýskalandi sem þýðir að það er líka að krauma í öðrum ríkjum. Þetta sjáum við. En hvað gerist nákvæmlega? Fremur lýðræðið sjálfsmorð með því að hunsa lýðinn? Sjáum hvað setur.

Björn Höcke, leiðtogi ADF.

2 Comments on “Þýska lýðræðisástin”

 1. Geir.

  Höcke er ekki leiðtogi AfD heldur þingmaður á landsþingi Thüringen.
  Hann er hinsvegar fasisti. Um það er ekki deilt hér í landi.

  Bæta við að gaman að bera saman þessi tvö mótmæli núna nýlega, Nokkur þúsund bændur fylktu liði og vöktu hálfa borgina með flautum um miðja nótt og stífluðu götur til að mótmæla lækkun á niðurgreiðslu á Dieseli. Merkilegri er málstaðurinn ekki.

  Hinsvegar komu um 350.þús manns saman í miðborg Berlinar til að mótmæla AfD eftir að upp komst um fund frammámanna flokksins með þekktum nýnasistum.

  Stór munur á bæði málstað og þáttöku.

  Kv. frá Berlin.

 2. stefán þú ættir að lesa þig betur til eða sjá hvað þessir bændur eru að segja því það er ekki bara hækkun á dísel sem þetta snýst um

Skildu eftir skilaboð