Segir Almannavarnir fara offörum: „Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja“

frettinInnlentLeave a Comment

Stefán Kristjánsson íbúi í Grindavík, skrifaði pistil á facebook í gær, þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur að Almannavörnum ríkisins. Stefán segir að til hafi staðið að Grindavíkingar fengju að fara heim í gær, sem hafi svo verið slegið af vegna veðurs. Hann hafði þó ekki séð neitt athugavert við veðrið í gær, „við Grindvíkingar höfum alist upp við allskyns veður og þetta veður í dag var ekki slæmt og svo er blíða á morgun sunnudag, ekki fæst leyfi til heimferðar enn og aftur og nú er veðrið notað sem ástæða,“ segir Stefán.

Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja

Íbúinn segir að meðalið sem Almannavarnir beiti sé svo sterkt að sjúklingurinn deyr, „Grindavík er að kafna, Grindavík er að deyja en áfram skal Grindavík haldið í herkví og það af engum ástæðum. Sprungusvæðin hafa verið girt af, allar götur hafa verið keyrðar ótal sinnum af viðbragðsaðilum og farið hefur verið í öll hús mörgum sinnum af pípurum og björgunarsveitum, Grindavík er eins örugg og hún getur verið,“ segir Stefán.

Maðurinn bendir á að fyrirtækin séu lífæð Grindavíkur, án fyrirtækja er engin atvinna.

„Ekki fæst leyfi fyrir fyrirtækin okkar til að bjarga verðmætum og þeim blæðir út. Fjöldi fyrirtækja er orðinn gjaldþrota vegna aðgerðarleysis og tugir og hundruð milljóna hafa farið forgörðum vegna ónýtra birgða og afurða sem hefði verið hægt að bjarga.

Víðir, Úlfar og Sigríður Björk, skammist ykkar fyrir fantaskapinn sem þið sýnið Grindvíkingum og Grindvískum fyrirtækjum með tómlæti ykkar, skammist ykkar fyrir vantraustið sem þið sýnið okkur Grindvíkingum og skammist ykkar fyrir að brjóta freklega á stjórnarskráðvörðum rétti okkar til að ráða okkur og okkar eignum sjálf,“ segir Stefán harðorður.

Pistilinn í heild er hægt að lesa hér neðar og má þar sjá umfjöllum ýmissa íbúa í athugasemdum.

Efnameira fólk fengið að athafna sig meira

Fréttin hefur fengið fleiri ábendingar frá íbúum sem eru mjög ósáttir hvernig staðið hefur verið að  málum. Maður að nafni Ólafur hafi samband við fréttavaktina og segir frá því að Almannavarnir hafi forgangsraðað eftir efnahag fólks, til að mynda hafi efnameira fólk fengið að athafna sig lengur og mun meira en efnaminna fólk, og fyrirtæki hafi fengið að keyra gegnum bæinn margar ferðir á þungum flutningabílum, á meðan almenningur og sérstaklega þeir efnaminni og millistétt hafi þurft að bíða í röðum dögum saman og ekki fengið að fara inn í bæinn til að vitja eigna sinna.

Þá segir annar íbúi í samtali við Fréttina að lögreglan og björgunarsveitir hafi komið illa fram við þau og vanvirðingin sé alls staðar, má því greina nokkurn hita og óánægju sem virðist krauma undir á meðal Grindvíkinga.

Skildu eftir skilaboð