Ríkisstjórn Frakklands lætur undan þrýstingi bænda

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Víðtæk mótmæli frönsku bændanna hafa skilað töluverðum árangri. Stjórnvöld Frakklands hafa lofa að falla frá mörgum kröfum sínum. Óvíst er hvort það það dugi fyrir bændur og þeir haldi mótmælunum áfram.

Franskir bændur settu hindranir við París í síðustu viku og það hefur valdið gífurlegum þrýstingi á franska stjórnmálamenn. Að auki hafa bændur sprautað skarna og mykju á ríkisbyggingar og sturtað heyböggum á þjóðvegina.

Ríkisstjórnin lofar að funda með fulltrúum bænda

Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands.

Það virðist hafa borgað sig. Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands, lofar að ríkisstjórnin muni hitta forsvarsmenn bænda til að ræða málin, segir í frétt Reuters. Meðal annars hefur ríkisstjórnin hætt við áform sín um að afnema niðurgreiðslur á dísilolíu til landbúnaðarins.

Auk þess lofar ríkisstjórnin að leggjast gegn fríverslunarsamningnum við suðuramerísku verslunarkeðjuna Mercosur. Ef af samningnum yrði, þá myndi franska matvælamarkaðinum verða drekkt í ódýrum innfluttum matvælum frá Suður-Ameríku sem lenti á harkalega á frönskum bændum. Attal lofaði einnig að semja við ESB um að aflétta þeirri kröfu, að bændur séu skyldaðir „að hvíla“hluta ræktaðs lands. ESB gerir þá kröfu til að skera niður framleiðslu landbúnaðarins.

Byr í vind fullveldissinna fyrir kosningarnar til ESB-þingsins 9. júní

Fyrir bændur eru þetta kærkomnar fréttir. Spurningin er engu að síður, hvort það dugi til að bæla niður reiði bænda yfir þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Yfir 100 mótmælaaðgerðir eru víðs vegar um Frakkland og meira gæti þurft til viðbótar við það sem ríkisstjórnin hefur lofað til lægja öldurnar.

Þjóðfylking Marine Le Pen hefur tekið einarða afstöðu með bændum. Í Þýskalandi stendur Valkostur Þýskalands, AfD, fullkomlega með bændum. Reuters segir að „öfgahægriöfl“ fái aukið fylgi vegna mótmæla bænda.

One Comment on “Ríkisstjórn Frakklands lætur undan þrýstingi bænda”

  1. Það er alltaf sama viðkvæðið hjá vinstri-sinnuðum fjölmiðlum að ásaka fólk sem vill sýna almenna skynsemi í t.d. innflytjendamálum um að vera ´öfgahægrimenn´.

Skildu eftir skilaboð