Nató: Við undirbúum stríð gegn Rússlandi

frettinErlent, Gústaf Skúlason10 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Eftir misheppnaða stríðið gegn Rússlandi í Úkraínu, þá safnar Nató liði og undirbýr sig núna undir frekari átök við Rússland á næstu 20 árum samkvæmt þeirra eigin yfirlýsingum. Friðurinn er ekki lengur sjálfgefinn heldur verða allir að vera undirbúnir fyrir hugsanlegt stríð við Rússland.

Rob Bauer, formaður hermálanefndar NATO, varaði við stríði við Rússa á næstu 20 árum á blaðamannafundi í janúar (sjá myndskeið að neðan).

Allt samfélagið verður að vera með – stríðið er ekki bara verkefni hersins

Hann fékk fyrirspurn frá Deutsche Welle (sjá myndskeið að neðan) um stríðshysteríuna sem m.a. stjórnmálamenn í Svíþjóð kynda undir. Samkvæmt Rob Bauer neyðist „allt samfélagið“ inn í hugsanlegt komandi stríð sem er sami boðskapur og yfirvöld Svíþjóðar hræða sænsk börn með um þessar mundir.

Margt hefur gerst innan Nató. Það dugar hins vegar ekki. Allt samfélagið verður að vera undirbúið fyrir komandi stríð. Bauer sagði á blaðamannafundinum:

„Umræðan er miklu víðtækari. Iðnaðurinn og einnig fólkið verður að skilja, að það hefur hlutverki að gegna. Þau eru hluti af lausninni. Samfélagið er hluti af lausninni. Iðnaðurinn, einkageirinn. Stríð er ekki bara verkefni hersins“.

Fólk verður að undirbúa sig svo það geti lifað af fyrstu 36 klukkustundirnar

Rob Bauer bendir á, að fólk verði að undirbúa sig, svo það geti „lifað af fyrstu 36 klukkustundirnar.“ Bauer segir:

„Skilningur er á því, að ekki er hægt að skipuleggja allt, að allt verði í fínasta lagi á næstu 20 árum. Ég er ekki að segja að hlutirnir fari úrskeiðis á morgun en við verðum að gera okkur grein fyrir því, að það er ekki sjálfgefið að friður ríki og þess vegna höfum við áætlanir. Þess vegna erum við að búa okkur undir átök við Rússa og hryðjuverkahópana, ef svo ber undir.“

Nató heldur því einnig fram, að það „sækist ekki eftir neinum átökum.“

10 Comments on “Nató: Við undirbúum stríð gegn Rússlandi”

  1. Þriðja heimsstyrjöldin í boði góða og réttmæta fólksins hlýtur að vera gott mál, þetta verður mengunarlaust kolefnisjafnað stríð!

  2. Nei, við viljum ekki stríð. Til hvers væri það? Eða um hvað verður barist eiginlega?

  3. Meiri endalausa þvælan sem rennur alltaf upp úr Gústafi Skúlasyni. Held að Fréttin ætti að leitast við að fá áreiðanlegri og vandaðri álitsgjafa en hann því satt best að segja er u.þ.b. allt sem frá honum kemur tóm vitleysa og svo ónákvæmt að menn hlægja að honum. Magnað hvað honum tekst alltaf að snúa svo út úr staðreyndum. Útvarp Saga batnaði mikið þegar hann hætti að mala sitt endalausa þvaður þar og Fréttin myndi stórbatna af aömu ástæðu. Gústaf er í raun Leoncie blaðamennsku.

  4. Ekki skil ég hvað þessi Reynir Harðarson er að þvæla. Skrifar hér sjálfur rakalaust þvaður um það sem Gústaf segir. Gústaf er að fara með rétt mál. Hér úti er stundaður stanslaus áróður frá árásarbandalagi Nato ásamt stríðsóðum morðingjum frá USA. Reyna að telja fólki trú um að Pútin sé á leiðinni inn í evrópu! Helliði þá upp á kaffi! Hvílíkir andskotans hálfvitar sem halda því fram að Rússar séu í sjálfsmorðs hugleiðingum. Þetta er sama lygin og notuð var þegar geðsjúklingarnir frá USA vildu ráðast inn Írak, Lybíu og Sýrland. Drógu með sér Nato og myrtu þar tugþúsundir en sturlast svo þegar 3 hermenn þeirra eru drepnir eins og nú gerðist. Já, ráðumst inn í Íran og leggjum enn eitt landið í rúst, er það ekki? Virðast halda að þeir geti drepið þá sem þeir vilja en sleppi sjálfir við mannfall. Stríðshaukar í evrópu eru farnir að hljóma alveg eins og bandaríkjamenn og fulltrúar Norðurlanda meira að segja líka. Það er kominn tími til að stöðva þessa sturluðu brjálæðinga áður en þeir hrinda af stað kjarnorkustyrjöld! Gjörsamlega óþolandi að stór hluti almennings er of húðlatur að leita sér upplýsinga sjálfur og les bara amerísku skítadreifarana, sem evrópskir og íslenskir lepja „fréttir“ úr og skjálfa svo á beinunum yfir falsfréttum sturlaðra einstaklinga sem eru með puttana á „rauða“ takkanum.

  5. Hver er annars þessi glaseygi viskí-generáll á myndbandinu? Hvað skyldi Douglas Macgregor hafa um hann að segja?

  6. Úff Davið. Sennilega ertu skyldur Gústafi. Sé a.m.k. genatengslin í skrifum þínum…rétt eins og frændi þinn….vaðið úr einu í annað í samhengislausu ranti. Jæja, einhversstaðar verða vondir að vera. Ætti kannski að draga mig úr umræðu um hinn sjónumhrygga frænda þinn. Vil ekki særa neinn.

  7. Væri nú fínt ef Reynir kæmi nú með hans skoðun frekar en að drulla yfir Gústaf. Hvaða þvæla er Gústaf að fara með? Horfðir þú eitthvað á þessu myndbönd? Komdu nú með eitthvað vitrænt svo við getum áttað okkur á þér Reynir.

  8. Byrja þú Trausti og sjáum hvort ég geti lika tengt þig erfðafræðilega við Gústaf og Davíð.

  9. Gæti ekki verið meira sama Reynir hvað þú vilt gera með erfðafræðina.. Greinilega bullukollur átt líklega best heima á DV. Síðasta skipti sem ég svara þér.. Don´t feed the trolls.

Skildu eftir skilaboð