Rétttrúnaðarbylting ESB gerir tungumálið kynlaust

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Brusselhirðin lifir á gósentímum í sóun á skattpeningum almennings í framandi verkefni. Núna þróar Evrópusambandið kynlaus orð sem valkosti við kynbundin orð sem notuð eru í stjórnmálum sem og öðrum málum. Gagnrýnendur segja verkefnið vera eintóma dellu.

Rétttrúnaðarriddarar ESB vinna sveittir að innleiðingu mikilvægasta þáttar menningarbyltingarinnar sem geisar innan Evrópusambandsins: Að útrýma kyntengdum orðum úr málfari ESB. Fólki er álagt að nota kynlaust tungumál, segir í frétt The Telegraph. Sjálfskipaðir leiðtogar hamingjusömu öreiganna vilja að sjálfsögðu verða góð fyrirmynd með óbrengluðu málfari. Til dæmis má ekki lengur segja „einskis manns lands.“ Í staðinn kemur „land án tilkalls.“

Gildir það ekki aðeins orð sem innihalda orðið „maður“ heldur verða einnig orð fjarlægð sem teljast „kyntengd.“ Til dæmis verður „skærum tóni“ skipt út fyrir „háa, skerandi rödd“ og kynjaofbeldi orða eins og kóngur og drottning látin skipta um pláss svo jafnréttið fái að njóta sín. Héðan í frá verður að segja „drottning og kóngur.“

Umbylta málfarinu algjör rétttrúnaðardella

Þessi breyting á málinu sætir harðri gagnrýni, sérstaklega frá ýmsum breskum stjórnmálamönnum eins og Nick Fletcher. Hann er á breska þinginu fyrir Íhaldsflokkinn og skrifar á X (sjá að neðan), að þetta sé „rétttrúnaðardella.“

Að sögn The Telegraph segir Feltcher einnig að til séu mun mikilvægari mál sem ESB eigi að vinna að heldur en þetta og hann veltir því fyrir sér, ókjörnir embættismenn ESB séu eiginlega að bralla.

Toolkit-on-Gender-sensitive-Communication

One Comment on “Rétttrúnaðarbylting ESB gerir tungumálið kynlaust”

  1. Það er klikkuð stemming í Leikhúsi Fáránleikans! Segið svo að illir andar séu ekki til, hvað annað útskýrir þessa geðveiki? Kynlaus heimur!!!

Skildu eftir skilaboð