Bændur berjast fyrir lífi landbúnaðarins í Evrópu

frettinGústaf Skúlason, Heimsmálin, Margrét FriðriksdóttirLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Það var nóg að ræða um í áttunda þætti Heimsmálanna í dag. Efst á baugi er bændauppreisnin í Evrópu. Bændur hafa fengið nóg og segja Evrópusambandið reyna að setja sig í gjaldþrot svo glóbalistarnir geti tekið yfir matvælaframleiðsluna. Gerist það með svo íþyngjandi regluverki ESB að bændur geta ekki lengur sinnt landbúnaðarstörfum vegna skriffinnsku ásamt hækkandi sköttum og álagi.

Stríðsæsingur Vesturlanda og Nató er með eindæmum en yfirhershöfðingi Nató viðurkenndi á blaðamannafundi í janúar að „Nató væri með undirbúning fyrir stríð gegn Rússlandi.“ Verið er að umbreyta iðnaðarframleiðslu yfir í sprengju og drápstóla framleiðlslu í Evrópu. Rétttrúnaðurinn var einnig til umræðu bæði varðandi sharíalog og vesalings Mónu Lísu en loftslagsaðgerðarsinnar fleygðu súpu í andlit hennar á listaverkasafninu í París, rétt eins og „hamfarahlýnun jarðar“ væri Mónu Lísu að kenna.

Íslendingar fara ekki varhluta af undirlægjuhætti við barnaníðingsmenningu, því frásagnir ýmissa miðla af barnaníði verndar vissa og segja nauðgun á börnum undir lögaldri vera „samræði.“ Ræddi Margrét Friðriksdóttir þau mál og gagnrýndi að í raun væri verið að segja með þessu, að viðkomandi gæti hreinlega haldið áfram uppteknum hætti.

Þá var sú tilhneiging fjölmiðla að birta nöfn og myndir af íslenskum glæpamönnum en ekki erlendum rædd en mikil reynsla er komið á þau mál í Svíþjóð. Það slær til baka ef verið er að hlífa innfluttum glæpamönnum og þeir settir í forréttindabás með sérstakri umfjöllun miðað við innfædda. Virðist sú tilhögun endurspegla hræðslu yfirvalda sem fela sig á bak við „fávísan lýðinn“ svo notuð séu orð þekkts Íslendings. Almenningur hefur þó ítrekaða tilhneigingu til að standa meiri vörð um almenna skynsemi en hinn almenni stjórnmálamaður gerir.

Heimurinn siglir hraðbyri inn í erfiðari tíma vaxandi átaka og spennu. En til er vetrarsól.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn.

Skildu eftir skilaboð