Segir „Covid“ hafa opnað á róttækar hugmyndir um hvernig takast á við loftslagsbreytingar

frettinInnlendar2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Hvað má læra af því sem gerðist í Covid og aðgerðum sem stjórnvöld gripu til gegn faraldrinum? Ísraelski prófessorinn Yuval Noah Harari segir í viðtali við stofnun Victor Pinchuk „að það geri fólk opnara fyrir róttækum hugmyndum um hvernig eigi að takast á við loftslagsbreytingar.“ Sjá myndskeið að neðan.

Samkvæmt ísraelska prófessornum, sem er þekktur sem einn helsti hugmyndafræðingur glóbalista meðal annars frá World Economic Forum, þá sýnir lokun heimsins í covid fárinu, að það er hægt að breyta hlutum í gríðarlegu umfangi. Fólkið virðist leyfa það. Lífið heldur hvort sem er einhvern megin áfram. Það getur gagnast meintri „loftslagskreppu“ afskaplega vel.

Samkvæmt Harari er loftslagið „mun stærra vandamál“ en Covid.

„Þetta sýnir að hægt er að gera breytingar í stórum stíl. Það er hægt að stöðva allt flug, það er hægt að loka heilum löndum. Það er raunverulega hægt að gera það – og lífið heldur samt einhvern veginn áfram.“

„Ég myndi segja, að þetta geri okkur opnari fyrir róttækum hugmyndum um hvernig við eigum einnig að takast á við loftslagsbreytingar.“

Hér má sjá stutt myndskeið með Harari og þar fyrir neðan allt samtalið á Youtube:

2 Comments on “Segir „Covid“ hafa opnað á róttækar hugmyndir um hvernig takast á við loftslagsbreytingar”

  1. Covid sýndi valdaelítunni að það er mjög einfalt að stjórna sauðunum. Manndjöflarnir munu því halda áfram að leiða þá. Og sauðirnir þramma fram af bjargbrúninni.

Skildu eftir skilaboð