Tucker Carlson tekur Pútín í viðtal

frettinInnlendar2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Hinn heimskunni blaðamaður og fyrrverandi Fox News stjarna Tucker Carlson er í Moskvu til að taka viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Tucker Carlson birti útskýringar á Rússlandsferðinni á X (sjá að neðan).

Hann segist taka viðtalið við Pútín, því það sé skylda hans sem blaðamanns: „Það er skylda blaðamanna að upplýsa fólk.“

Skylda okkar að upplýsa fólk

Sagt er að Carlson hafi flogið til Moskvu frá Istanbúl í lok síðustu viku. Síðustu daga hefur Tucker Carlsson sést meðal annars í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Tucker Carlsson segir:

„Hvers vegna erum við að þessu? Vegna þess að það er starf okkar, við erum blaðamenn, það er skylda okkar að upplýsa fólk. Við erum tvö ár inni í stríði sem sem hefur endurmótað heiminn og enn vita margir Bandaríkjamenn ekki hvað er að gerast.“

Einn hugrakkasti blaðamaður Bandaríkjanna

Fréttastofan Sputnik spurði vegfarendur í miðborg Moskvu hvað þeim fyndist um Tucker Carlson. Ein kona svaraði:

„Tucker Carlson er óttalaus og einn hugrakkasti blaðamaðurinn sem Bandaríkin eiga í dag.“

Annar vegfarandi, karlmaður, sagði:

„Það er eftirtektarvert hversu heiðarlega hann talar um hin raunverulegu vandamál Bandaríkjanna. Hann kemur með mjög góðar kynningar og upplýsingar með ívafi góðrar kímnigáfu.“

Þekktur fyrir að segja sannleikann

Sputnik skrifar:

„Miðað við svör fólks, þá telja venjulegir Rússar Tucker Carlson vera góðan blaðamann, sem beinir athyglinni frekar að sannleikanum heldur en að reka áróður samkvæmt einhverri frásögn. Einn maður sagði: Hann er þekktur fyrir að segja sannleikann sem er ástæða þess, hversu oft hann er gagnrýndur í Bandaríkjunum.“

ATH: Hér að neðan er hlekkur á X með frásögn Sputnik en þar sem rússneskir fjölmiðlar eru bannaðir í ESB og virka ekki á netinu innan ESB-ríkja, þá sést ekki innihaldið í Svíþjóð. Tilvitnanir í Sputnik hér að ofan koma frá bandarískum valkostamiðli.

pic.twitter.com/prvkqeVX6E

— Sputnik (@SputnikInt) February 5, 2024

2 Comments on “Tucker Carlson tekur Pútín í viðtal”

  1. Gott framtak hjá Tucker Carlson. Og vinstri-sinnaðir fjölmiðlar eru þegar komnir í sitt áróðursstríð gegn honum. Það má ekki rökræða málin á Vesturlöndum, það á bara að trúa blint á áróður siðblindra Glóbalista.

  2. Hefur svo sem ekkert lengur um eitthvað vinstri hægri að gera , það hafa allir meginstraumsfjölmiðlar hjólað í hann og raunar alla sem lýsa öðru en viðurkenndu handriti valdhafa og þá erum við að tala um valdhafa á þessu svæði sem fólk hefur vanið sig á að kalla „þróuð lönd)“ og “ hinn vestræna heim“ og 🙂 ekki má nú gleyma “ vestræn lýðræðisríki“ og svo framvegis, sem er jú nákvæmlega það sem við hérna meginn höfum ásakað aðra fyrir í gegn um tíðina og raunar enn. Varðandi það að það sé lokað á fjölmiðla í þessum löndum sem við erum með í einelti þessa daganna, þá er það ekki að öllu leyti rétt

Skildu eftir skilaboð