Prófessor: Fáránlegt að minnka koltvísýring sem er af hinu góða fyrir jörðina

frettinGústaf Skúlason, LoftslagsmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Að glóbalistum og fjölmiðlum þeirra hafi tekist að sýna koltvísýring sem eitthvað slæmt og hættulegt er gjörsamlega óskiljanlegt. Það segir William Happer, prófessor emeritus í eðlisfræði við Princeton háskóla, í viðtali við Sky News Australia. Prófessorinn segir, að koltvísýringur sé augljóslega af hinu góða (sjá myndskeið að neðan).

Bandaríski eðlisfræðiprófessorinn William Happer segir tök loftslagssinna á umræðunni í heiminum algjörlega fáránleg. Hvernig gerðist það eiginlega?

Meiri koltvísýringur er ekki slæmt. Þvert á móti. William Happer segir í Sky News:

„Meiri koltvísýringur er af hinu góða fyrir heiminn og þess vegna er það fáránlegt að reyna að draga úr koltvísýringi.“

Samkvæmt eðlisfræðiprófessornum er ástandið raunar orðið þannig, að jörðin hefur nú þegar of lítið af koltvísýringi. Loftslagssinnar reyna þannig að draga enn frekar úr honum.

„Það ríkir koldíoxíð hungursneyð núna miðað við það sem er eðlilegt fyrir plönturnar. Ef þú gefur plöntu meira koltvísýring, mun líða miklu betur. Það er ótrúlegt, hvernig þeim hefur tekist að breyta þessu gagnlega gasi í ógnvald, sem er hluti lífsins. Þeir tala um mengun. Hvað eru þeir að tala um? Við erum gerð úr kolefni og við öndum út koltvísýringi á hverjum einasta degi.“


​Sjá stuttan bút úr viðtalinu á X hér að neðan og allt viðtalið á YouTube þar fyrir neðan:

Skildu eftir skilaboð