Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Er nauðsynlegt að sýna ofbeldi með svo myndrænum hætti og í smáatriðum fyrir börn í leik- og grunnskóla á yngsta stigi? Foreldrasamtök í Noregi spyrja að þessu í tengslum við fjögur myndskeið sem ungum börnum eru sýnd til að þekkja kynferðisleg ofbeldi.
Myndirnar eru sóttar á síðu NKR Super en það er skólahjúkrunarfræðingur sem notar þær í leik- og grunnskólum. Ekki er venja að láta foreldra vita og því ekki hægt að fjarlægja börn sem kunna að hafa orðið fyrir ofbeldi. Hugmyndin er skiljanleg segja norsku foreldrasamtökin, EN!
Hins vegar finnst mörgum foreldrum efnið eins og það er sýnt, myndrænt og lýsir misnotkun nákvæmlega ekki henta svo ungum börnum.
Það hlýtur að vera til önnur leið til að hjálpa börnum sem upplifa kynferðislega áreitni á annan hátt. Hvað hugsar þú? Myndirnar má sjá hér með norsku tali. Aldurstakmark 6 ára.
Hins vegar finnst mörgum foreldrum að ung börn ættu ekki að fá svo myndræna og nákvæma mynd af því hvernig misnotkun lítur út. Textann sem bloggari þýddi má finna á síðu foreldrasamtaka í Noregi.
Á Íslandi
Íslensk menntamálayfirvöld fengu leyfi til að þýða myndirnar og þær má finna með íslensku tali hér. Þessi myndbönd eru sýnd víða í skólum, takið eftir fyrir 6-7 ára gömul börn. Sumir kennarar sýna myndirnar í tengslum við viku 6 sem þykir heppileg til að hafa kynferðisleg áhrif á börn í skólakerfinu.
Nú fer af stað herferð í íslenskum grunnskólum undir kjörorðunum ,,Stopp ofbeldi” þar sem umrædd myndbönd er kynnt til sögunar. Sett verður á laggirnar námskeið fyrir kennarar svo þeir geti komið þessu skammlaust frá sér, eða? Hvað finnst foreldrum íslenskra barna í grunnskólanum um myndirnar? Hafa þeir fengið upplýsingar um innihald myndanna? Hafa foreldrar horft á umræddar myndir?
Í Danmörku
Foreldrar velta ábyggilega fyrir sér hvort svona myndbönd gefi börnum hugmynd að ofbeldi. Í dönskum skóla gerðist þetta ,, Fyrir utan nauðgun á þessari níu ára stúlku fékk sex ára barn eitthvað upp í endaþarminn. Móðirin uppgötvaði það í nóvember 2022 þegar barnið vaknaði með óþægindi í endaþarminum að nóttu til. Barnið var rannsakað af lækni sem lét sveitarfélagið vita.”
Stundum veldur góður ásetningur voðaverkum.