Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Þessi grein, sem ég skipti í tvo hluta, er skrifuð árið 2016 og er afrakstur doktorsnáms. Greinin birtist upphaflega á vef dönsku kennarasamtakana. Við getum sagt að í dag, árið 2023, hefur ástandið ekki batnað miðað við fréttir danskra fjölmiða. Hvenær íslenskt skólasamfélag fær smjörþefinn af þessu er spurning, ekki hvort heldur hvenær.
Bloggari þýddi eftirfarandi grein:
Hópur drengja með útlenskan bakgrunn notar eigið tungumál til að leggja aðra í einelti
Móðurmálið mitt, arabíska, var notað til að til eineltis og ofbeldisfulla tjáningu segir doktor frá dönskum háskóla eftir heimsóknir í tvo grunnskóla. Það voru aðallegaa sómalskar stúlkur, danskir kennarar og þeir sem shia bakgrunn. Hann heimsótti tvo skóla til að rannsaka tvítyngi og tungumálanotkun nemenda með útlenskan bakgrunn. Hann upplifði að arabíska er eingöngu notuð til eineltis, til að baktala og til að útiloka aðra. Hegðunin beinist að sómalískum nemendum, stúlkum, dönskum kennurum og kennurum með shia bakrunn.
Arabísku nemendurnir töluðu bara dönsku ef þeir áttu að gera það. ,,Þeir sögðu ,,fáviti” við kennarann á arabísku, með bros á vör, en kennarinn skildi ekki orð. Þeir tóku ekki þátt í vinnu í skólanum á meðan hópavinna stóð yfir segir Jalal El Derbas en hann heimsótti skólana mörgum sinnum. Hann á upptökur sem svarar til 60 klst. og annað eins af hljóðupptökum.
Hann varði doktorsritgerð sína í háskólanum þar sem hann kennir fjölmenningarleg samskipti við Miðstöð rannsókna í Miðausturlöndum.
Allar rannsóknir frá Pisa sýnir að tvítyngdum drengjum gengur illa. Mig langaði að finna út af hverju. Ég upplifaði að þessir drengir tæku ekki þátt í vinnunni sem fram fór í skólanum. Þegar hópavinna var í gangi gerðu þeir allt annað segir Jalal. Rannsóknir sýna að tvítyngdir nemendur hafa meiri möguleika á að vera betri í öðrum fögum, dönsku og stærðfræði sem dæmi, af því það er gott að vera tvítyngdur. En þessir nemendur notuðu alls ekki tungumálið á skynsaman og jákvæðan hátt.
Jalal El Derbas segist iðulega hafa verið eins og fluga á vegg við rannsóknirnar. Þegar hann kom inn í bekkinn og kennarinn kynnti hann upplifði hann virðingu frá drengjum með útlenskan bakgrunn. Sennilega af því hann hefur sjálfur palestínskan bakgrunn eins og flestir drengjanna.
Fleiri stúlkur fara í framhaldsnám
Tungumálið er mjög viðeigandi og mikilvægt í sjálfsmynd manns en því miður upplifði ég að tungumál þessara drengja var notað fyrir eitthvað neikvætt. Þeir töluðu bara dönsku þegar þeir þurftu þess, en þeir vaxa úr grasi og halda að þeir hafi tækifæri til að nota arabísku fyrir eitthvað illt og neikvætt. Það er vandamál. Þeir skipta á milli kóða - skipta yfir á arabísku þegar þeir vilja segja eitthvað við hvorn annan sem fær þá til að standa saman gegn öðrum, segir Jalal El Derbas.
Hann upplifði að stúlkurnar með útlenskan bakgrunn höfðu fleiri hlutverk í skólanum. Oft voru þær hljóðar, litu undan og létu undan. Þær hylmdu yfir með arabísku stráknum í hópavinnu, fengu kennarann til að halda að hópurinn hafi unnið verkefnið. Hann upplifði líka að stúlkurnar litu á skólann sem gríðarstað.
Hluti stúlknanna hafa ekki sömu möguleika og strákarnir. Þær hafa ekki sömu stöðu og strákarnir heima fyrir og eru agaðri. Fyrir þær er skólinn gríðarstaður. Staður þar sem foreldrarnir leyfa þeim að vera og það þýðir að menntun getur þýtt betri framtíð. Þess vegna sjáum við fleiri stúlkur með útlenskan bakgrunn í framhaldsnámi.
Uppeldið bregst
Jalal El Derbas telur ekki að tungumálið sé vandamálið. Það er heimilið.
Einhver þarf að segja foreldrunum að þetta hjálpi ekki börnum þeirra, drengjunum þeirra. Uppeldisaðferðir þeirra virka ekki. Þetta er skelfilegt. Ég gat ekki í einum tíma verið jákvæður gagnvart þessum nemendum.
Hann segir að áður en hann fór í skólanum hefðu margir sagt honum að hann myndi upplifa rasískt viðmót kennara gagnvart nemendum.
Ég sá það ekki í eitt skipti. Ég sá kennara sem prófuðu allt mögulegt til að hjálpa nemendum. Þeir reyndu að virkja, hlusta og setja vinnuna í gang. En hópur af drengjum var nákvæmlega saman, þeir óskuðu ekki eftir að taka þátt og þeir meðhöndluðu sómalskar stúlkur, stúlkur og danska kennara illa.
Það leit út eins og þeir væru að vinna en það gerðu þeir ekki. Það komu afsakanir, tölvan væri biluð, foreldrar eða systkini komu í veg fyrir vinnuna og annað í þeim dúr. Kennararnir voru almennilegir en gátu ekkert gert. Það leit út eins og þeir hefðu gefist upp. Það gekk sérstaklega illa í hópavinnu. Þá töluðu strákarnir um Messi, Real Madrid, slógust og lögðu aðra í einelti. Þeir gerðu ekkert sem tengdist náminu.
Seinni hluti birtist á morgun og krækja að heimild.