Fullt tungl í Meyju 24. febrúar 2024 – Nýr raunheimur, ný jörð

frettinElín Halldórsdóttir, StjörnuspekiLeave a Comment

Skýring Tania Gabrielle stjörnuspekingur:

Frelsi til að fara njar leiðir

Þetta er annað fulla tunglið á árinu. Þegar við skoðum tölur dagsins eru þær 2 og 24 og svo 20 og 24 þetta er endurtekning á talnaröðinni 2 og 24 en 24 táknar kærleik og 2 stendur fyrir samband á milli tveggja. 2+2+4 eru samtals talan 8 henni fylgir styrkur, hugrekki, leiðtogahæfni og það að finna mátt sinn innanfrá. Þetta fulla meyju tungl er annað tunglið í 5* en fyrsta fulla tunglið var það einnig og eitt kemur síðar enn, en talan 5 táknar frelsi. Eins og við vitum er Vatnsberinn merkið sem er ríkjandi og nú hefur Plútó færst inn í Vatnsberann og við erum að sigla vel inn í Vatnsberaöldina sem er umlykjandi frelsisorkunni svo Vatnsberinn kemur með frelsi til að ákveða að stefna í na átt og fara njar leiðir og þetta meyjutungl er enginn undantekning.

Satúrnus (9*) sól (5*) og Merkúr (2*) eru í eins konar þríhyrnings stöðu í fiskum á móti tunglinu en tunglið er eitt og yfirgefið á móti öllum plánetunum frá Plútó, Mars og Venus í Vatnsbera og alla leið til Úranusar í Nauti og allar hópast þær saman öðru megin á drahringnum þannig að tunglið er einangrað og hugsar líklega með sér hvernig tekst ég á við alla þessa djúpu, kraftmiklu orku frá þessari hrúgu af plánetum.

Aukinn kraftur, aðgangur að æðri visku og innra ljósi sannleikans í guðlegri áætlun

Byrjum á afstöðu sólar, Satúrnus og Merkúr. Hér er kraftmikil staða. Saturnus hjálpar okkur að einbeita okkur að því sem virkilega skiptir öllu máli, litlu smáatriðin, og það kemur okkur í gegnum hindranir sem á vegi okkar verða og við ðlumst aukinn kraft og trú fyrir vikið. Það sem er gegnumgangandi hér er að Satúrnus fastmótar og bókstaflega steypir eins og í stein það sem við erum með athyglina á svo það mun hafa varanleg áhrif á líf okkar. Veittu því eftirtekt á þessu fulla tungli hvað það er sem þþráir, hvernig þú ætlar að ná því fram og búa til líkan yfir draumana þína og hvað það er sem hugur þinn girnist því það getur orðið að veruleika. Þar sem Satúrnus er í fiskum, sem er merkið sem vill kæfa egóið og sér nú muninn á draumórum og sjónhverfingum hugans og leiðum sem birtast með sönnum innblæstri. Með Merkúr kemur mjög mikil og djúp hugsun, og skilningur á innsta eðli hlutanna með Satúrnus og þörf fyrir að deila því á einhvern hátt en samt á blíðari veg með fiskum og meyjan er jú merki heilunar því muntu vilja í raun tala frekar um mikilvæga hluti tilverunnar en léttvæga og með þessu tungli færðu tilfinninguna fyrir því að þú hafir stöðugan og eilífan aðgang að æðri visku og leiðsögn, og innri áttavita þínum sem birtist þér eins og leiðarljós. Ef þú hlustar vel og túlkar á réttan máta það sem berst til þín geturðu deilt því með hjartanu á undurfagran hátt. Þessi afstaða fullkomnast nokkrum dögum síðar þann 29. sem er síðasti dagur mánaðarins þegar sól, Merkur og Satúrnus mynda sexkant afstöðu við Júpíter og þá verður krskrt guðlegt plan með áhrif gleði, ánægju og gnægta og þú getur lagt af stað í frábær nverkefni. Á þessu tímabili mun vegur þinn vaxa, þú getur hagnast, nsköpun, frelsi og sönn nsn virkjast á fullkominn máta.

Meyjan og heilsusamlegri lifnaðarhættir, hún vill hafa hreint og fínt

Tunglið er í meyju sem stendur fyrir heilsu og heilbrigði. Það strir í raun daglegu lífi, þetta er 6. húsið í stjörnuspeki innri heimurinn og ytri heimurinn, svo á jörðu sem á himni, vera virkilega tengdur í lotningu jörðinni og gjöfum jarðarinnar, kristöllum, kjarnaolium öllu sem er tengt jörðinni. Öllum heilunarkrafti og -gjöfum er strt af meyjar merkinu. Þetta þýðir að ef þú tekur þér tíma á þessari stundu til að hlusta á guðdómlega innri leiðsögn ertu í raun innblásinn af jörðinni til að gera það sem er heilnæmt fyrir þig eins og til dæmis að jarðtengja þig, skiptir engu hvernig veðurfarið er það eru alltaf leiðir til að tengja sig jörðinni. Hægt er að fara út og labba inn á milli trjánna, ganga um og horfa á bláan himininn og finna sólargeislanna kyssa kinnina, útivist er mikilvægur þáttur á þessum tíma til að ná heilun.

Jarðarmerkin koma með andlegar og veraldlegar gjafir

Tunglið er í afstöðu við Júpíter, sólin er í sexkant við Júpíter og þetta færir miklar blessanir Júpíter í 10* í nauti og sól og tungl í 5* í sínum merkjum. Nautið er annað jarðarmerki með meyjunni svo þetta eru öflugar stöður og færa miklar blessanir. Þþarft að hafa sterkan ásetning um að lyfta hugarfari þínu upp í hærri tíðni og vilja til að vera góð/-ur og styðjandi við aðra, Júpíter færir þá ótrúlegar blessanir. Þessi jarðarmerki ásamt Satúrnus sem er styrt af þriðja jarðarmerkinu steingeitinni, hjálpa þér öll hér að skjóta niður rótum og vaxa hratt með gjöfum eins og fjárhagslegu flæði, ást, kærleika og þekkingu, allt er í boði. Þþarft aðeins að treysta að þú hafir aðgang að þessu öllu á hlaðborði tækifæranna.

Venus og Júpíter vilja gefa en óhefta kraftorku Mars þarf að hemja

Venus er í samstöðu við Mars á þessu fulla tungli og Venus og Mars eru bæði í ferkant við Júpíter sem eykur við innri segulkraftinn, djúpar tengingar, fögnuðinn, sjarmann, næmnina og leysir í mis persónuleg mál. Júpíter með Venus eru tvær plánetur sem gefa, styðja hver aðra og fá þig til að vera örlát/ur, jákvæð/ur og bjartsn/n. Mars bætist einnig við og þþarftu að passa á að það kemur mikil aukinn orka. Vertu á verði gegn of mikilli hvatvísi og því að straumarnir verði ekki of ágengir. Mundu að miðla í hugrekki til að láta markmiðin og draumana rætast og dvelja á stað þar sem orkan styður við þig og styrkir þig. Júpíter er kominn með kraftinn til að þú finnir fyrir óendanlegum vexti og hagnaði þú átt þetta allt skilið, heimurinn liggur að fótum þér. Því er mikilvegt að fara fínt með orkuna þína með þennan óhefta Mars frumkraft en muna að virkja kraftana sem nú rikja til að gefa þér og áætlunum þínum byr undir baða vængi.

Gjafirnar í þér sjálfum (Hæfileikar, góðvild og gleði), stígðu út fyrir boxið

Meyjan stendur fyrir kraftaverk og ótrúlegar gjafir jarðar og þú munt vilja risa upp og taka á móti þessum gjöfum sem eru í raun líka inni í þér sjálfri/-um og þinni náttúru. Þér er bent á að sjá hvað það er sem þú átt í sjálfum þér til að gefa áfram. Til að ná flæðinu þarftu að hreinsa efnis líkamann þinn, meyjan vill hreinsun, borða hollan mat og einnig hreinsa í burtu óæskilegar tilfinningar Plútó sem fer í kjölinn. Reyndar vill Plútó líka hreinsa og nú í 2* í Vatnsbera, fyrri hluta vatnsmerkis tilfinninganna, og leiðir þig í það að losna úr viðjum fortíðarinnar sem steingeitin stendur fyrir í þessari afstöðu en þar var Plútó var í steingeit síðustu árin. Því er afar mikilvægt að fara út í náttúruna, meyjan er svo tengd náttúrunni, leyfðu sólinni að ylja líkama þinn og hreinsa áruna þína. Mundu hvað sólin er mikilvæg í þessari afstöðu og vill hér þekkjast af þér, taktu eftir mér, ég skín hérna á þig á hverjum degi... farðu út og láttu geisla sólar baða ásjónu þína og hreinsaðu í burtu allt sem ekki gæti gagnast vegferð þinni og er eins og kámugt slím í árunni... hreinsaðu það í burtu... þú vilt opna hjarta þitt fyrir njum möguleikum og það þýðir að leyfa ljósinu að skína .. leyfðu þínu ljósi að leiða þig fram í njan heim og hleypa nju inn hversu óvenjulegt og ólíkt það er öllu sem þþekkir. Þetta þýðir ekki að þú eigir að samlagast orku sem er ekki á þinni tíðni ekki heldur að þú eigir að fordæma orku sem er ekki á þinni tíðni. Þetta þýðir að þú segir bara nei við orku sem passar ekki fyrir þig engin ástæða til að bregðast við eða fást um hana, þar eð orku sem þú passar ekki inn í. Hjá okkur öllum er að birtast nr heimur og njar stöður í lífi okkar þar sem við nálgumst hina nju jörð, við erum að samlagast og erum að leyfa okkur að stíga út úr boxinu sem var búið að pakka okkur í, við erum að leyfa öllum að hugsa sitt og okkur sjálfum að hugsa fyrir og um okkur sjálf ... ef aðrir heyra ekki í okkur og geta ekki tekið inn þessar spennandi nju uppgötvanir sem eru að birtast okkur í lífinu er það bara allt í lagi. Við hefjum okkur upp fyrir það. Leið meyjunnar er að sjá innri og ytri heiminn, það þýðir að hún festist ekki í litlu flækjunum, svo taktu eitt skref til baka ef þér finnst aðrir ætla að vera með skoðanaþvingun á þig eða skilja þig ekki... þetta snst um miklu stærra samhengi ekki taka hlutina persónulega og festast í klístruðum tilfinningunum... tíminn sem er að koma með þessi umskipti öll er þess eðlis að við verðum að vera vakandi og passa að festast ekki í neinu tannhjóli breytinganna því þá missum við jafnvægið og jarðtenginguna... ekki fara inn í tilfinningaruss bara vera hrein og bein svo gleðin ríki og það er afar mikilvægt atriði nú.

Ljós og léttleiki, kærleikurinn að leiðarljósi

Einbeitum okkur að gleðinni, hamingjunni og léttleikanum, verum létt og kát í ljósi. Við getum hleypt allri orku og skoðunum inn en flokkum svo og ákveðum fyrir okkur hvað það er sem við varðveitum og höldum upp á því allt með meyjuna hefur með uppbyggingu og heilsu að gera, hollt fæði, ásetningur um að lifa einföldu lífi með kærleikann að leiðarljósi og hjálp til annarra, meyjan elskar að þjónusta og aðstoða hún er jú í 6. húsi. Í talnaspeki fjallar 6 eingöngu um að styðja aðra, vera kærleiksrík/ur og hjálpandi en það þarf auðvitað að muna að sinna sjálfum sér fyrst, því eins og sagt er í flugvélinni þegar þú heldur á barni, settu súrefnisgrímuna fyrst á þig svo þú hafir súrefni til að aðstoða hina og það er afar mikilvægt, hlúa að sjálfri/-um sér með meyjunni. Lifðu í hjartanu og þá færðu innblásturinn, leyfðu þér að vera þú, leyfðu öðrum að vera þeir sjálfir án þess að þþurfir að dæma þá og vertu með opinn huga og opið hjarta. Þetta eru fréttirnar sem meyjan vill færa ykkur á þessu fulla meyjutungli.

Elín Halldórsdóttir þýddi.

Skildu eftir skilaboð