Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þurfti að fresta þingfundi eftir að sauð upp úr á þingpöllum Alþingis á fjórða tímanum í dag.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir nýju útlendingafrumvarpi.
Karlmaður sem er hælisleitandi hékk utan á handriði þingpallsins og virtist hóta því að hoppa niður.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, deildi myndbandi af atvikinu á facebook, þar sem hann segir:
„Hælisleitendur gerðu aðsúg, hróp og köll af þingpöllum í upphafi umræðunnar um breytingar á lögum um útlendinga. Í kjölfarið hefur þingfundi verið frestað í nokkrar mínútur enda fólk slegið yfir látunum.“
Heyra má annan hælisleitanda öskra yfir salinn að hann hafi verið geymdur hér í 4 ár og nú eigi að vísa honum úr landi,„þið eruð hjartalaus“ sagði maðurinn á ensku.
One Comment on “Hælisleitandi öskraði og lét öllum illum látum á þingpöllum Alþingis”
Er ekki sorglegt hvernig komið er fyrir Íslandi? Það er verið að sundra þjóðinni. En þetta er það sem vinstri-klikkhausarnir vilja, eyðileggja íslenskt samfélag. Hvernig verður komið fyrir landinu eftir 5 ár, 10 ár með sama framhaldi?