Gústaf Skúlason skrifar:
Svissneskir bændur mótmæltu kjörum landbúnaðarins á sinn sérstaka hátt í síðustu viku. Mynduðu bændur í stafina SOS með dráttarvélum sínum eins og sést á myndinni fyrir ofan. Boðskapurinn sást skýrt úr lofti. „Núna er nóg komið – SOS! frá bændum.“
Uppreisnaralda bænda náðu hámarki nýlega með sérstökum náttúrulegum ókeypis umhverfisvænum gjafapökkum landbúnaðarins sem voru afhentir við hallir ESB-hirðarinnar í Brussel. Fóru bændur á um þúsund dráttarvélum inn í Brussel og sprautuðu ókeypis kúaskít á hallir búrókratanna.
Í París veltu bændur sýningarskála ESB á landbúnaðarsýningu og hrópuðu að Macron ætti að segja af sér. Hafa mótmæli bænda vakið alþjóðlega athygli og hrist rækilega upp í elítu glóbalista sem vilja rústa landbúnaðinum og eyðileggja matvælaframleiðsluna til að koma á eigin skordýrabúum og gervimatarframleiðslu í staðinn. Bændur eru greinilega þrándur í götu þessara markmiða og slást margir þeirra fyrir lífum sínum gegn hækkandi framleiðslukostnaði, losunargjöldum, skriffinnskufargani og ósamkeppnishæfum innflutningi matvæla frá löndum sem ekki haf slíkar kröfur á sig og bændur ESB hafa.
Nýjustu mótmælin voru í Sviss í vikunni. Bændur alls staðar að af landinu mynduðu á dögunum SOS-merki með dráttarvélum sínum, til að mótmæla kjörum landbúnaðarins. Að sögn BNN vildu bændurnir einnig sýna samstöðu með uppreisn bænda hvarvetna í Evrópu með aðgerðum sínum.