Yfirlýsing vegna gagnaleka WPATH

EskiEldur Ísidór, Heilbrigðismál, Hinsegin málefni, Kynjamál, Transmál1 Comment

YFIRLÝSING frá formanni Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka samkynhneigðra vegna WPATH gagnalekans:
Eldur Ísidór skrifar:
Glæpur gegn mannkyni
Vinsamlega hafið í huga varðandi WPATH skjölin að misnotkunin var fyrst og fremst gegn samkynhneigðum; til þess að gelda samkynhneigða drengi og ræna ungum lesbíum brjóstum sínum þó þær þjáðust ekki af illkynja æxlum vegna notkunar testósteróns.
Þetta er glæpur gegn mannkyni sem beinist fyrst og fremst gegn samkynhneigðum. Sögulega hefur alltaf verið litið á okkur sem læknisfræðilegt vandamál og það er ómögulegt annað en að túlka læknisfræðilega óbilgirni gegn ungu samkynhneigðu fólki í því samhengi.
Gamalgróin samtök brugðust
Mundu líka hvernig einhverfir sjúklingar voru meðhöndlaðir eða hvernig það var lítið mál að nota mjög andlega veikt ungt fólk í þessum tilgangi.
Mundu líka að réttindasamtök samkynhneigðra, eins og t.d. Samtökin ´78, Stonewall, FRI og önnur gamalgróin félög tóku þátt með hugmyndafræði sinni, meðvirkni sinni og peningagræðgi sinni, vegna tilvistarkreppu, þegar þau áttu á þessum tímapunkti að vernda þessa mjög viðkvæmu einstaklinga og spyrja spurninga í stað þess að koma í veg fyrir umræður og starfsemi annarra félaga.
Fullorðnar fyrirmyndir barna brugðust
Og vinsamlega mundu þegar þessi börn og ungmenni þurftu fullorðinn einstakling til að segja NEI, þá brugðust þeir. Og vinsamlega mundu að fórnarlömbin eru mun fleiri en illmennin í þessu hneyksli. Sum fórnarlömbin vinna jafnvel enn gegn mér og samtökum mér tengdum. Þau þurfa samt okkar aðstoð og eru ætíð velkomin að eiga samskipti við okkur svo við getum veitt þeim liðveislu í framhaldinu.
Græðum sárin saman
Þetta er sorglegt og leiðinlegt augnablik í sögunni, en sannleikurinn er oft afar harður og sár. En þetta er samt sem áður góð stund, vegna þess að maður þekkir ekki hamingjuna nema að hafa upplifað dapurleikann.
Ekki vera sorgmædd(ur), gakktu til liðs við hreyfingu samkynhneigðra sem hefur það að leiðarljósi að kynþroskinn er mannréttindi hvers barns og að fólk eigi rétt á að uppgötva sjálft sig án tilraunastarfsemi gráðugra lækna og lyfjafyrirtækja.
WPATH hlýtur nú að falla. Við krefjumst þess að Landlæknir slíti öllum tenglsum við þau samtök strax.

One Comment on “Yfirlýsing vegna gagnaleka WPATH”

  1. Furðuleg er þessi þögn fjölmiðla um þetta alvarlega mál. Við erum þakklát Eldi fyrir að standa vaktina. Fjölmiðlamenn geta ekki skýlt sér á bak við frasann „við vissum ekki“. Þeir geta auðveldlega kynnt sér skýrsluna sem sýnir fram á skaðann sem þessar hrossalækningar á veikum börnum og ungmennum valda. Vonandi lætur einhver kjarkaður fréttamaður í sér heyra og stendur með sannleikanum.

Skildu eftir skilaboð