Vinstrimenn töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslunni um „nútíma kynlausa“ írska stjórnarskrá

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Kynjamál1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Vinstrimenn á Írlandi biðu niðurlægjandi ósigur eftir að hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu til að „nútímavæða“ stjórnarskrá landsins. Þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin á alþjóðlegum baráttudegi kvenna um breytingu á tveimur hlutum írsku stjórnarskrárinnar: Sú fyrri um að breyta skilgreiningu á hugtakinu fjölskylda, þannig að það næði einnig til „varanlegra sambanda“ og hin síðari til að fella niður viðurkenningu ríkisins á þýðingu kvenna fyrir heimilið.

Kjósendur höfnuðu ákvæði um breytingu á hugtakinu „fjölskylda“ með 67% og ákvæðinu um að hætta að virða hlutverk konunnar á heimilinu með heilum 74%. Fyrsta breytingatillagan hefði breytt skilgreiningu á fjölskyldu, þannig að hún nái yfir þá sem ekki eru giftir og hin síðari hefði fjarlægt núverandi grein stjórnarskrárinnar um þýðingu móðurinnar á heimilinu og hvatt hana til að fara út á vinnumarkaðinn í staðinn.

Hefði bundið fjölkvæni í stjórnarskrána

Íhaldsmenn hafa bent á að breytingarnar myndu vernda fjölkvæni í stjórnarskránni og auka enn frekar innflytjendastraum til landsins með sameiningu fjölskyldna innflytjenda. Írland hefur upplifað metfjölda ólöglegra innflytjenda. Hefur það leitt til víðtækra mótmæla vegna þess að yfirvöld hafa ýtt eigin landsmönnum til hliða til að auka rými fyrir nýjar flóðbylgjur innflytjenda.

Heyrið Tucker Carlson fjalla um málið á myndskeiði hér að neðan:

Öll stjórnmálastétt Írlands sigruð

Eamon Ryan, leiðtogi græningjaflokksins, sem studdi „já“ hlið þjóðaratkvæðagreiðslunnar ásamt Leo Varadkar forsætisráðherra ásamt allri stjórnmálastétt Írlands, viðurkenndi ósigurinn:

„Það lítur út fyrir að nei-hliðin hafi unni- í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjölskyldu og umönnun. Það fyrsta verður sagt er að við virðum það. Þetta er rödd fólksins og samkvæmt stjórnarskrá okkar, þá er það fólkið sem er fullvalda.“

Ríkisstjórnin vanmat skoðun kjósenda

Ólíkt öðrum löndum er aðeins hægt að breyta írsku stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu á landsvísu með meirihlutastuðningi írsku þjóðarinnar. Öldungadeildarþingmaðurinn Michael McDowell, sem barðist harðlega fyrir nei-hliðina, sagði að niðurstöðurnar bentu til „verulegs sigurs nei-hliðarinnar um allt land.“McDowell sagði:

„Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi vanmetið skoðun kjósenda og lagt fyrir þá tillögur sem ekki voru útskýrðar, tillögur sem hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar.“

Vinstri menn hafa áður farið með sigur af hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslum á Írlandi, þegar landið greiddi atkvæði með hjónaböndum samkynhneigðra og lögleiðingu fóstureyðinga árið 2015 og 2018.

One Comment on “Vinstrimenn töpuðu þjóðaratkvæðagreiðslunni um „nútíma kynlausa“ írska stjórnarskrá”

  1. Vinstra liðið er orðið að aðhlátursefni út um allan heim, glóbalistar á hlaupum verður nýja normið

Skildu eftir skilaboð