Bændur stjórna landamærunum

frettinErlent, Gústaf Skúlason, MótmæliLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bændur í Póllandi hafa lengi gagnrýnt ódýran matvælainnflutning á úkraínskum vörum, sem ESB hefur gert mögulegt með því að skekkja alla heilbrigða samkeppni. Núna eru bændur sagðir hafa fullkomlega stjórn á landamærum Póllands og Úkraínu. Skoða þeir bíla og vörubíla sem vilja komast inn í Pólland.

Mikil spenna er á milli pólskra bænda og ESB eftir að ESB felldi niður tolla á m.a. korni frá Úkraínu. Alþjóða matvælarisar styðja útflutning Úkraínu í því skyni að flýta fyrir hruni landbúnaðarins í Póllandi til að komast inn og taka yfir matvælamarkaðinn. Pólskir bændur hafa þá tekið það ráð að stunda landamæragæslu við þjóðvegi sem tengir löndin sem skapa hefur hörð viðbrögð úkraínskra yfirvalda. Pólskir bændir hafa einnig verið þátttakendur í bændauppreisninni gegn Evrópusambandinu og mótmælt slæmum aðstæðum, háu eldsneytisverði og svokölluðum „grænum umskiptum“ ESB.

Í frétt Al-Jazeera segir að málið hafi gengið svo langt, að bændur hafa tekið lögin í sínar hendur. Í blaðinu kemur fram að bændurnir hafi náð fullri stjórn á landamærum landanna tveggja og stöðva bíla og vörubíla vegna eftirlits. Samkvæmt SVT ákveða bændur „hverjum er hleypt fram hjá og hverjum ekki.“

Sagt er að Tusk hafi ætlað að funda með bændum laugardag og frétta að vænta af því bráðlega.

Skildu eftir skilaboð