Gústaf Skúlason skrifar:
Rússland er núna fjórði stærsti útflytjandi landbúnaðarafurða í heiminum, að sögn Vladimírs Pútíns forseta landsins. Útflutningur landbúnaðarafurða hefur aukist mjög og nam á síðasta ári um 43,5 milljörðum dollara eða tæplega 6 þúsund milljörðum íslenskra króna.
Refsiaðgerðir vestrænna ríkja áttu að rústa Rússlandi en í raun hefur hið gagnstæða gerst. Rússland er núna fjórði stærsti landbúnaðarútflytjandi heims og stærsta land í heimi hvað hveiti varðar.
Tekjurnar aukist 30 sinnum
Vladimír Pútín forseti landsins sagði í vikunni að útflutningstekjur landbúnaðarins hafi aukist 30 sinnum:
„Á síðasta ári námu útflutningstekjur okkar af landbúnaði 43,5 milljörðum dollara. Ef einhver hefði sagt árið 2000 að útflutningstekjur okkar af landbúnaði myndu ná 43,5 milljörðum dollara, þá hefði enginn trúað því. Þetta hefði verið ímyndun, en nei, í dag er þetta raunveruleikinn.“
„157 milljónir tonna af korni voru flutt út árið 2022 og 147 milljónir tonna á síðasta ári. Enginn hefur nokkurn tíma séð annan eins útflutning. Við erum núna í fjórða sæti í heiminum sem er líka ótrúlegt.“
Útflutningur til 150 landa
„Við flytjum út vörur frá landbúnaðarfyrirtækjum okkar til um 150 landa þrátt fyrir allar utanaðkomandi flækjur sem verið er að setja fyrir okkur. Markaðurinn er að stækka og sennilega ekki einungis vegna magns af vörum okkar heldur einnig vegna gæða. Eftir allt saman eru gæði rússneskra matvæla mjög há.“
Rússland sjálfu sér nægt með mat
Að sögn Pútíns eru Rússland einnig leiðandi á heimsvísu í áburði.
„Áburðurinn okkar er líka umhverfisvænn. Það er nánast enginn annar áburður eins og okkar í heiminum. Landbúnaðurinn hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Árið 2000 vorum við háð öðrum um flesta hluti varðandi mat – núna hefur þeirri ósjálfbærni verið eytt.“