Um helgina greindu bæði sænskir og alþjóðlegir fjölmiðlar frá því að Donald Trump hafi varað við „blóðbaði“ ef hann vinni ekki forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Það sem þetta snerist í raun um hafði hins vegar lítið með alvöru blóðbað að gera.
Jafnvel þó að ekki sé ýkja langt síðan að sannað var að meint Rússlandstengsl Trumps, sem fjölmiðlar fjölluðu um mestan hluta forsetatíðar hans, væru algjörlega tilefnislaus, gera falsfréttamiðlarnir enn nýjar tilraunir til að ófrægja forsetann fyrrverandi með því að segja ósatt frá.
Það var í kosningaræðu sem Trump sagði, að „bandaríski bílaiðnaðurinn gæti lent í blóðbaði, ef Joe Biden fengi að halda áfram sem forseti” eftir kosningarnar í haust. Falsmiðlarnir tóku orðið „blóðbað“ úr samhengi sínu og ljúga því að fólki, að Trump hafi sagt að „það verður blóðbað í Bandaríkjunum ef hann nái ekki kjöri sem forseti.”
Hér að neðan má sjá umræður á samfélagsmiðlum um málið:
Háð og spé fylgdi með:
Sænskir stjórnmálamenn aðstoðuðu við að dreifa falsfréttinni:
Vistrimenn tala um blóðbað
6 Comments on “Fjölmiðlar falsa yfirlýsingu Trumps”
Það er orðið virkilega sorglegt að sjá hvað fólk leggst lágt í Trump hatri sínu. Þetta fólk er með greindarvístölu á við þriggja ára leikskólakrakka sem fær ekki eins mikið nammi og ríku krakkarnir.
Ennþá sorglega er að sjá fullorðið fólk styðja Trump, illa upp alinn iðjuleysingja sem eflaust vlri á götunni ef ekki hefði komið til fjölskylduauðurinn. Hefði hann haldist í einhverju starfi þá væri hann í dag gamall bitur kall sem myndi hringja inn í útgáfu Bandaríkjanna af útvarpi Sögu spúandi þar hatri sínu á konum með ranghugmyndum sínum um að Ameríka sé betri en aðrir.
Þarf ekki að falsa neitt, framkoma hans og verk tala fyrir sig sjálf, a.m.a.k. áttar sæmilega sómakær manneskja sig á því…
Sannleikurinn, hvað er það við framkomu hans og verk sem þér líkar ekki við, villt þú ekki fræða okkur hin um það?
Þeir sem hata Trump eru alltaf í skítkasti, en rökstyðja aldrei neitt. Það virðist vera nóg fyrir suma að lepja upp hatrið sem vinstri-sinnaðir fjölmiðlar hafa á Trump.
Brynjólfur, það er trúlega alveg rétt hjá þér, þessir aðilar lesa bullið frá áróðurs meisturunum á Dv og Vísi
Það er nú svolítið fyndið að taka sér svo upp nafnið Sannleikurinn 🙂