Færeyskir bændur mótmæla í Þórshöfn

Gústaf SkúlasonErlent, Landbúnaður, Loftslagsmál, Mannréttindi1 Comment

Þá hefur bændauppreisnin náð frændum okkar í Færeyjum. Í gær þriðjudag komu bændur hvaðanæva að úr Færeyjum og keyrðu til Þórshafnar og mótmæltu „Ferðavinnulóginni“ fyrir utan þinghúsið. Tók færeyska þingið fyrir lagafrumvarp sem bændur leggjast gegn og telja að muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landbúnaðinn og náttúru landsins.

[videopress aYRvEW5c]

Bændafélag Færeyja „Óðalsfélag Færeyja“ stóð fyrir mótmælunum og safnaðist fjöldi manns í Þórshöfn fyrir utan þingið áður en fundur hófst til að ræða lögin. Kom til orðaskipta milli eins forystumanna bænda, Jákup Paula í Eyðansstovu, bónda á Giljanesi og landsstjórans Høgna Hoydal úti á torginu fyrir þingfundinn og allt í góðu að sjálfsögðu, þótt töluvert bæri á milli. Sjá má myndir af atburðinum hér og hér

Bændafélag Færeyja

Hér að neðan má sjá myndskeið af mótmælunum:

One Comment on “Færeyskir bændur mótmæla í Þórshöfn”

  1. Þetta eru alvöru menn, flott hjá þeim að láta ekki græðgis-hyggjufólkið troða á sér!
    Færeyingarnir eru ekki glaðir yfir ferðamanna innrásini sem Icelandair ætlar að fara að moka yfir þá í sumar!

    Ég hef verið duglegur að var fólkið í Færeyjum við íslenskum gullgröfurum og stjórnmálamönnum!

Skildu eftir skilaboð