Þúsundir Spánverjar mótmæla reglugerðarfaraldri Evrópusambandsins

Gústaf SkúlasonErlent, Evrópusambandið, LandbúnaðurLeave a Comment

Ný mótmælaaðgerð í Madríd laðaði að þúsundir bænda og stuðningsmanna, sem allir komu saman til að mótmæla ströngum loftslags- og umhverfisreglum ESB. Stemningin var góð og tónlist spiluð þegar mótmælendur gengu um borgina.

Þúsundir Spánverja lögðu leið sína gegnum hluta af Madrid höfuðborg Spánar gangandi eða á dráttarvélum um síðustu helgi. Enn ein mótmælin gegn umhverfis- og loftslagsreglum ESB. Verkalýðsfélagið Union de Uniones sem skipulagði gönguna hafði eftirfarandi að segja:

„Við stöndum frammi fyrir haug af skrifræðisreglum sem fær okkur að líða meira eins og við séum á skrifstofu en á sveitabæ.“

Að sögn Press TV þá gengu mótmælendur á táknrænan hátt á milli vistfræðilega ráðuneytisins og landbúnaðarráðuneytisins í höfuðborginni. Press TV greinir meðal annars frá þessu.

Hér má sjá myndskeið frá mótmælunum:

 

 

 

Skildu eftir skilaboð