Rétttrúnaðarsinnar oftar óhamingjusamir og þunglyndir

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, WokeLeave a Comment

Rannsókn frá Finnlandi sýnir að fólk með réttar pólitískar „vók“ skoðanir er óhamingjusamari en aðrir. Oskari Lahtinen, rannsakandi við Invest Research Flagship Center við háskólann í Turku, hefur gert rannsóknina sem birtist í „Scandinavian Journal of Psychology.“

Hann segir í samtali við PsyPost, að hann hafi fylgst með nýju rétttrúnaðarumræðunni sem náði útbreiðslu í bandarískum háskólum þegar á tíunda áratug síðustu aldar – pólitískri rétthugsun sem breiddist síðan út til annarra vestrænna landa. Lahtinen bendir á, að eftir það hafi „vók“-umræðan einnig rutt sér til rúms í finnskri samfélagsumræðu og fengið mikla athygli í finnskum fjölmiðlum undanfarin ár. Hann segir:

„Það var ekkert tæki til fyrir rannsóknina sem var nægilega traust og áreiðanlegt til að meta umfang og algengi þessara viðhorfa hjá ýmsum hópum. Ég tók mig því til og þróaði eitt.“ 

Kynjamunur í afstöðu til rétttrúnaðarins

Rannsóknin var gerð með landsbundnu úrtaki 5.000 þátttakenda sem voru spurðir um skoðanir þeirra á „rasisma“, hvítu fólki, transvestítum og fleirum. Oskari Lahtinen segir við PsyPost:

„Kynjaskiptingin kom mér sennilega mest á óvart. Þrjár af hverjum fimm konum líta jákvætt á „vók“ hugmyndir en aðeins einn af hverjum sjö körlum.“

Átti það sérstaklega við um konur á sviði félagsvísinda, menntunar og hugvísinda. Hins vegar voru þátttakendur á sviði vísinda, tækni og stærðfræði líklegri til að gagnrýna „vók“ hugmyndirnar.

Andhvítir verða verst úti

Sú uppgötvun sem vakti hvað mestu athygli voru tengsl geðheilbrigðis og pólitískrar rétthugsunar. Algengur kvíði og þunglyndi uppgötvaðist  hjá fólki sem var sammála fullyrðingunni: „Ef hvítt fólk hefur að meðaltali hærri tekjur en svart fólk, þá er það vegna kynþáttafordóma.“

Almennt séð voru þeir sem skilgreindu sig sem vinstri sinnaða líklegri til að segja frá meiri sálrænni vanlíðan, sem fyrri rannsóknir hafa einnig staðfest.

Skildu eftir skilaboð