Nýtt loftslagsframtak ESB: Stöðva sólina frá að skína

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Kolefniskvóti, Loftslagsmál1 Comment

Í baráttunni við að koma í veg fyrir það, sem talið er vera yfirvofandi dauðadómur jarðarinnar í loftslagshamförum, er nú verið að velta hverjum steini til að finna lausnir. Eitt af því fáránlegasta er að koma í veg fyrir að sólin skíni á jörðina (sjá pdf. að neðan).

ESB fjárfestir mikið í að þróa nýja tækni, uppfærslu sólargeisla. Með hjálp nýju tækninnar á að stöðva sólarljósið áður en það berst til jarðar. Þannig á að gera mögulegt, að vinna gegn þeirri hlýnun sem óttast er að annars muni eyði öllu lífi á jörðinni í logum vítis eins og haft er eftir hinum vinstri róttæka aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres.

Tæknin er hluti af stærra framtaki sem miðar að því að endurhanna allt andrúmsloftið. Það er þó ekki áhættulaust og margir óttast að það muni geta valdið loftslagsbreytingum sem lífinu á jörðinni stafar hugsanlega enn meiri ógn af en svo kallaðri hamfarahlýnun jarðar.

Áhætta og afleiðingar á ýmsum sviðum

Auk þess að hafa beinar loftslagstengdar afleiðingar fyrir fólk og vistkerfi getur þessi tegund loftslagsverkfræði skapað stjórnmálaspennu, aukið misræmi milli fátækra og ríkra landa og haft í för með sér lagalega áskoranir og margvísleg siðferðisleg álitaefni sem þarf að leysa.

Á sama tíma og ESB er að athuga sjálfa tæknina samkvæmt fyrirliggjandi skjölum, þá á jafnframt að kanna alla áhættu og óvissu í tengslum við stjórnun andrúmsloftsins. Breyting á sólargeislunum er aðeins einn hluti af stóru áætluninni um að ná tæknilegri stjórn á lofthjúpi jarðar.

Úðabrúsi í himinhvolfum

Önnur tækni sem er hluti af verkefninu er að dæla ögnum út í heiðhvolfið með fljúgandi úðabrúsa. Á að auka magn agna í heiðhvolfinu og draga þannig úr sólarljósi á öllu yfirborði jarðar.

Auk gagnrýnenda sem hafa áhyggjur af hugsanlegum hörmulegum afleiðingum af því að fikta við andrúmsloftið með þessum hætti, þá kemur einnig gagnrýni frá vinstrisinnuðum loftslagshópum. Þeir óttast að slíkar aðgerðir muni beina athyglinni frá því að draga verulega úr losun eins og þeir vilja.

Scoping_paper_SRM

 

One Comment on “Nýtt loftslagsframtak ESB: Stöðva sólina frá að skína”

Skildu eftir skilaboð