SÞ: Dómsdagsviðvörun til heimsins

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Kolefniskvóti, Loftslagsmál2 Comments

Samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna voru nokkur loftslagsmet slegin á síðasta ári og árið 2023 verður með ótvíræðum hætti hið heitasta ár sem mælst hefur. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendir nú heiminum nýjar dómsdagsviðvaranir.

Ársskýrsla Veðurstofu Sameinuðu þjóðanna, WMO „State of Global Climate“  er nýkomin út. Í skýrslunni kemur meðal annars fram, að í fyrra hafi verið metheitt í sjónum og metheitt á landi. Frá þessu greinir Euronews.

Veðurstofa Sameinuðu þjóðanna segir, að mælitímabilið 2014-2023 hafi verið hlýjasti áratugurinn frá því mælingar hófust og varar við jöklabráðnun, endalokum hafíss á Suðurskautslandinu og hækkun sjávarborðs. Samkvæmt upplýsingum SÞ er heimurinn nálægt 1,5 gráðu hlýnun jarðar. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir um skýrsluna:

„Sírenurnar væla“

Samtímis og Guterres sendir þessa heimsendaviðvörun til alheims, þá segist hann geta haldið hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum ef allir fylgi bara grænni viðskiptaáætlun hnattræningjanna. Guterres segir samkvæmt TT:

„Með því að hraða óumflýjanlegum endalokum jarðefnaeldsneytistímabilsins, með G20 löndunum í fararbroddi réttlátra umskiptum orku í heiminum.“

Kaldur sannleikurinn

Sjá má  mynd um loftslagsmálin hér að neðan:

author avatar
Gústaf Skúlason

2 Comments on “SÞ: Dómsdagsviðvörun til heimsins”

  1. Loftslagsáróður Glóbalista er eitt liður í því að ná fullkomnu valdi yfir lífi almennings, og til þess að það geti gerst þarf að hræða fólk til hlýðni. Hræðsluáróðurinn gekk vel í Covid. Það væri óskandi að fólk vaknaði til lífsins, en gleypti ekki við áróðrinum.

Skildu eftir skilaboð