Vilja að leikskólar neiti að taka við óbólusettum börnum

Gústaf SkúlasonBólusetningar, COVID-19, Erlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Í Hollandi hefur ríkisstjórnarflokkurinn VVD lagt fram frumvarp, þar sem leikskólar geta neitað óbólusettum börnum um pláss. Flokkurinn réttlætir skyldubólusetningar með auknum tilfellum m.a. af kíghósta og mislingum.

Frumvarpið var fyrst lagt fram árið 2020 af Þjóðarflokknum fyrir frelsi og lýðræði (VVD) og Sósíalistaflokknum (SP). Frumvarpið var síðan lagt á hilluna, þar sem það fékk ekki nægan stuðning á þingi. Nú vill flokkur núverandi forsætisráðherra Mark Rutte, VVD, taka tillöguna upp aftur.

Ástæðan fyrir því að tillagan er lögð fram aftur er sögð vera kíghóstafaraldur í landinu, segir í frétt NL Times. Sagt er að 1.400 tilfelli hafi verið tilkynnt og talið að fjögur ungbörn hafi látist af völdum sjúkdómsins í ár. Yfirvöld hvetja fólk með kvefeinkenni að vera ekki í nánu sambandi við ungabörn eða barnshafandi konur. Nokkur tilfelli mislinga eru einnig sögð hafa komið upp á árinu. Sophie Hermans, þingmaður VVD, segir:

– Þetta eru sjúkdómar sem þú þarft ekki lengur að veikjast af. Vegna þess að hægt er að bólusetja sig gegn þeim.“ 

Vafasamur stuðningur

Eftir kórónukreppuna hefur bólusetningum almennt fækkað í landinu. Til dæmis fór bólusetningarhlutfall fyrir mislinga, kíghósta, lömunarveiki og rauðra hunda niður fyrir 90% á síðasta ári. Varðandi kíghósta er sagt að 85% barna hafi verið óvarin vegna þess að móðir eða barn hafi ekki verið bólusett.

Frumvarpið felur í sér, að leikskólar fá lagalegan rétt til að neita að taka á móti óbólusettum börnum. Meirihluti þingmanna styður hins vegar ekki tillöguna og meira að segja Sósíalistaflokkurinn SP, sem upphaflega átti þátt í að búa tillöguna, er núna í óvissu. Maarten van Ooijen hjá Lýðheilsu Hollands telur, að bólusetningarmarkmiðum eigi þess í stað að ná með því að læknar veiti frekari upplýsingar:

„Fólk er lítið hrifið af samtölum stjórnmálamanna eða stjórnvalda um bólusetningu. Það sem er sérstaklega árangursríkt er þegar sérfræðingar aðstoða foreldra. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar unglinga í samtölum við einstaklinga á heilsugæslustöðinni. Það tekur tíma og mikla orku en við munum halda áfram að einbeita okkur að þessu.“

 

Skildu eftir skilaboð