Aldrei áður hafa jafn margir Svíar verið jafn neikvæðir gagnvart eigin landi og í síðustu könnun SOM. TT skrifar að færri 10% Svía telja Svíþjóð vera á réttri leið. Annika Bergström, forstjóri Som Institute, segir samkvæmt TT:
„Við spyrjum ekki hvað fólk hefur fyrir sér í sínu mati. En ég held, að þetta snúist um glæpi og skotárásir, aukna verðbólgu og hátt matarverð. Þessi tegund samfélagsbreytinga sem við sjáum, stuðlar að afstöðunni til þróunarinnar.“
Yfirgnæfandi meirihluti, þrír af hverjum fjórum, telja að Svíþjóð sé á rangri braut. Aðeins brot þjóðarinnar, innan við 10%, telur að þróunin sé í rétta átt.
Viðhorf til efnahagsmálanna eru líka kolsvört. Tæplega 90% telja að efnahagurinn hafi versnað á síðasta ári. Það er næstum jafn há tala og í fjármála- og fasteignakreppunni í upphafi tíunda áratugarins.