Stríðið í Úkraínu er farið að líkjast ástandinu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, varar alheim við þessu í Kossuth Radio í tengslum við ESB-fund í Brussel að sögn Hungary Today og Magyar Nemzet. Orbán segir ótrúlegt stríðsandrúmslofts ríkja meðal leiðtoga Evrópu. Ástandið er farið að líkjast geðveikri stríðshringekju sem getur leitt til meiri átaka, eins og þeirrar sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Að koma til Brussel og vitna allan stríðsæsinginn er eins og koma til annarrar plánetu. Það segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Stjórnmálamenn í Evrópu tala eins og þeir séu sjálfir í stríði við Rússland. Orbán segir við Radio Kossuth í beinni útsendingu frá Brussel:
„Mér líður eins og ég sé kominn til annarrar plánetu. Þeir eru í stríðsham sem fer versnandi og núna er rætt um að senda hersveitir til Úkraínu.“
Þetta er „áfall“ fyrir Ungverjaland, segir hann.
„Þetta er ekki tölvuleikur. Þetta er raunveruleikinn. Afleiðing einnar ákvörðunar er að einhver deyr daginn eftir. Hundruð þúsunda manna hafa þegar látist. Afleiðingar ákvarðana hér býr til ekkjur, munaðarlaus börn og eyðileggur líf og borgir.“
Það sem er skelfilegast er að verið er að þenja mörkin stöðugt lengra allan tímann, segir hann. Í fyrstu átti aðeins að senda skotfæri til Úkraínu. Svo voru það skriðdrekar. Og svo framvegis. Núna tala sumir evrópskir leiðtogar um að senda hermenn til Úkraínu. Viktor Orbán segir að sögn Tass:
„Það sem virtist fáránlegt og óhugsandi fyrir aðeins tveimur mánuðum er núna orðið að veruleika. Ef Nató-ríki fer í hernaðaraðgerðir gegn Rússlandi, þá þýðir það upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar.“
Að sögn forsætisráðherra Ungverjalands líkist ástandið sífellt meira fyrri heimsstyrjöldinni. Orbán bendir á, að fyrri heimsstyrjöldin hafi líka hafist sem staðbundin átök, sem þróuðust smám saman upp í alheimsstríð.