Fjöldamóðursýki vestrænu elítunnar heldur áfram varðandi Úkraínu. Í stað þess að leita friðar halda þeir áfram að hvetja til stríðs. Stjórnmálamenn geta ekki lengur greint á milli fantasíu og veruleika. Þeir eru „eins og börn, fábjánar eða einfaldir lygarar“ segir prófessor Karl-Olov Arnstberg í Swebbtv.
Hvað eru valdhafar hins vestræna heims eiginlega að bralla? Núna skrifa fleiri sænskir sendiherrar, háttsettir herforingjar og „Rússlandssérfræðingur“ í grein í sænska dagblaðinu SvD, að ríkisstjórn Svíþjóðar verði að stórauka hernaðaraðstoð við Úkraínu. Rússar megi ekki vinna stríðið í Úkraínu því þá bíða stærri átök. Örvæntingin er skýr. Greinarhöfundar draga upp Adolf Hitler og halda því meðal annars fram að stríðinu ljúki ekki á meðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti sitji áfram og að „eina leiðin til að binda enda á stríðið sé að Pútín fari frá völdum.“
Karl-Olov Arnstberg, prófessor emeritus í þjóðfræði, hefur birt myndbandssvar við greininni SvD (sjá myndskeið á sænsku að neðan):
„Stjórnmálamenn okkar koma fram í auknum mæli sem börn, fábjánar eða einfaldlega lygarar. Þeir vita ekki hvers vegna Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir sjá ekki áhættuna af inngöngunni í Nató og þeir taka mikilvægar ákvarðanir varðandi framtíð Svíþjóðar eins og þeir séu í hugarheimi sem er algjörlega aðskilinn frá raunveruleikanum.“
„Þeir eru eins og smákrakkar í samanburði við Vladimir Pútín forseta Rússlands og (utanríkisráðherra) Sergei Lavrov. Sömu gagnrýni má einnig beina að fjölmiðlaelítunni okkar.“
„Ég veit ekki hvað er í heilabúinu á þessu fólki, þegar stöðugt er verið að fara með þuluna um að Úkraína verði að vinna stríðið.“
„Jafnvel þótt Svíar sendi öll vopnin sín, þar á meðal gömlu loftbyssuna mína og eyddu öllum sænsku varnarfjárlögunum, þá myndi Úkraína samt ekki vinna stríðið. Greinilega sjá þeir muninn á því sem hljómar vel og því sem tengist raunveruleikanum.“
Hernaðargeta Svíþjóðar er í þessu samhengi hverfandi lítil, segir Karl-Olov Arnstberg. Samkvæmt greinarhöfundum SvD ríkir „fasismi“ í Rússlandi. Arnsberg segir það villandi lýsingu. Hann segir:
„Til samanburðar þá eru Bandaríkin ekki lengur það frjálslynda lýðræði sem þau þykjast vera heldur frjálslynd fákeppni. Milljarðamæringarnir og hinir ofurríku stjórna utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Valdhafar, sem líta ekki til sögunnar til að leita skýringa á því sem er að gerast í dag og hugsa ekki fram í tímann eru vanhæfir stjórnendur.“
Heyra má prófessor Karl-Olov Arnstberg ræða málin á myndskeiðinu hér að neðan: