Flestir Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af ofbeldi eftir kosningarnar 2024

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, MótmæliLeave a Comment

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun (sjá pdf að neðan) hafa flestir Bandaríkjamenn áhyggjur af því, að ofbeldi muni fylgja í kjölfar kosninganna í haust. Allir sem muna eftir embættistöku Trumps árið 2017 hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Antifa og aðrir vinstrisinnaðir æsingamenn tóku þátt í margvíslegum eyðileggingar- og ofbeldisverkum í Washington, DC. Ef Trump vinnur aftur árið 2024 gæti ástandið hugsanlega orðið verra.

RedState segir frá: Ný skoðanakönnun hefur leitt í ljós, að mikill meirihluti Bandaríkjamanna búa sig undir ofbeldi í kringum nóvemberkosningarnar og óttast jafnvel borgarastyrjöld.

Könnuninni, sem gerð var af The Tarrance Group, Research Lake Partners og Georgetown háskólanum, sögðust 78% hafa „áhyggjur af því að kosningarnar 2024 muni leiða til ofbeldisverka.“ Aðeins 23% sögðust ekki hafa neinar áhyggjur.

Þátttakendur voru einnig beðnir um að velja á skala á milli 0 og 100, hvernig þeir mætu stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum. 0 var enginn sundrung og 100 sundrung á barmi borgarastyrjaldar. Meðalsvarið við þessari spurningu var 70,85 sem þýðir að meirihlutinn óttast að það geti komið til borgarastyrjaldar. Það er minnkun miðað við árið 2021, þegar mótmælin 6. janúar fóru fram og Joe Biden tók við embætti við umdeildar aðstæður. Þá var meðaltalan 76,01.

88% aðspurðra eru bjartsýnir á að hægt sé að draga úr pólitískum ágreiningi ef leiðtogar beggja flokka tekst að ná samstöðu um lykilatriði. Eins og er virðast meiriháttar málamiðlanir um málefni innflytjenda og fóstureyðinga mjög ólíklegar.

Demókratar og helstu fjölmiðlar héldu uppi lygaáróðri um „blóðbað“ Donald Trumps í meira en viku til að láta það líta út sem að stuðningsmenn Trump séu ofbeldisfullir. Það er ósatt en hið gagnstæða er satt, að vinstri öfgahópar standa fyrir spjöllum sem leið til að ná fram kröfum sínum. Ef Trump vinnur mun Washington þurfa á töluverðu meira öryggi að halda og ekki gagnvart friðsömum stuðningsmönnum Trumps.

Sjá má niðurstöður könnunarinnar hér að neðan:

BG 74 slides

Skildu eftir skilaboð