Nýjustu sprengju- og skotárásir í Svíþjóð

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Hryðjuverk, NorðurlöndLeave a Comment

Fréttamaður RÚV, Bogi Ágústsson, talar niður Rússland og Pútín en fegrar stefnu sænskra krata sem bera að mestum hluta ábyrgð á vargöldinni í Svíþjóð. Bogi Ágústsson tók snemma vísun til opinberra frétta í Svíþjóð um sprengju- og  skotárásir sem árásir á RÚV. Vonandi birtir ríkismamma RÚV eftirfarandi fréttir af nýjustu sprengju og skotárásum í Svíþjóð.

Öflug sprenging við íbúðarhús í nótt

Öflug sprenging varð í fjölbýlishúsi í Norrköping. Ekki vitað um særða enn sem komið er. Tilkynning um sprengjuárásina kom skömmu eftir klukkan 01 aðfaranótt mánudags. Myndir af vettvangi sýna skemmdirnar. Kallað var eftir þjóðlegu sprengjusveitinni sem vann við vettvangsrannsókn. Angelica Forsberg, talsmaður lögreglunnar segir við fréttastofu TT:

„Við vinnum á staðnum ásamt neyðarþjónustu og sjúkrabíl. Eignin hefur skemmst.“

Skotið á íbúðardyr í Malmö

Sunnudagskvöld var lögreglan kölluð út að íbúð á Lindängen í Malmö. Skotið hafði verið á dyr einnar íbúðarinnar og lögreglan segir að um morðárás hafi verið að ræða og gróft brot á vopnalögum. Rickard Lundqvist, blaðafulltrúi lögreglunnar segir, að lögreglan hafi fundið tómar skothylsur á staðnum en enginn er særður.

Skotárás á raðhús í Västra Frölunda, Gautaborg

Aðfaranótt laugardags var skotið á íbúðarhús í Västra Frölunda, Gautaborg.  Lögreglan segir um tilraun til morðs að ræða og brot á vopnalögum. Algjör óöld ríkir á svæðinu. Tvær sprengjuárásir gerðust í sömu götu fyrr í mánuðinum og lögreglan er að fjarlægja „grunsamlega hluti“ sem hefur verið tilkynnt um í mánuðinum. Þá voru framdar íkveikjuárásir á að minnsta kosti tvö íbúðarhús fyrr í mánuðinum samkvæmt SVT.

Aftaka manns á veitingastað í suður-Stokkhólmi

Á fimmtudag réðust þrír menn inn á veitingastað í Fittja og drápu einn matargesta með hríðskotabyssu. Vitni segir við Expressen:

„Þegar ég kom inn á veitingahúsið, þá lá hann þegar á gólfinu. Við reyndum með fyrstu hjálp. Sjúkrabíllinn kom töluvert seint, um 20 mínútur eftir að við hringdum.“

Lögreglna hefur handtekið þrjá unglingsstráka sem grunaðir eru um aftökuna.

Skutu annan en þann sem þeir ætluðu að drepa

Fyrr í mars var 19 ára gamall drengur skotinn með mörgum skotum og liggur enn í sárum á sjúkrahúsinu í Karlstad. Honum er hugað líf. Lögreglan grunar að árásarmennirnir hafi ætlað að drepa annan mann og maðurinn skotinn í misgripum.  Stefan Wessberg, saksóknari, segir:

„Hann hafði fjögur skotsár svo hér er ekki um neitt „voðaskot“ að ræða.“ Hann telur að hér sé um greinilegt morðtilræði að ræða.

Leikskólabörnin voru lokuð inni vegna skotárásar fyrir utan

Maður var skotinn fyrir utan leikskóla í Skärholmen í Suður-Stokkhólmi um miðjan mars mánuð og fluttur á sjúkrahús. Svæðinu var lokað og lögregluþyrla sveimaði yfir. Starfsmenn leikskólans gerðu s.k. „lockdown“ það er að segja börnin voru lokuð inni, trúlega í öryggisherbergi en leikskólar eru margir komnir með „paníkherbergi“ og æfa reglulega með kornabörnum að hlaupa inn og fela sig í herberginu ef skothríðin kemur til skólans.

Einn drepinn í Skärholmen og svo framvegis….

Viku áður en leikskólabörnin þurftu að fela sig í leikskólanum var einn maður drepinn í skotárás samanber þessa frétt.

Hér eru linkar á fleiri fréttir bara núna í mars en tekið skal fram að þær eru eflaust mun fleiri, því þetta er ekki nein heildarúttekt heldur bara dæmi um þá skelfingu sem Svíar þurfa að þola vegna duglausra stjórnmálamanna:

Maður skotinn í Malmö

Skotárás í Norrköping

Maður drepinn í Bredäng

Skotárás í Tensta

Skotárás í Eskilstuna

Skotárás í Skärholmen

Skildu eftir skilaboð