Nýr skattur á rafbíla á Íslandi fréttist út fyrir landssteinana

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Rafmagnsbílar, RíkissjóðurLeave a Comment

Sænska ríkisútvarpið greinir frá því, að fólk á Íslandi sem á rafbíla verði þvingað til að greiða nýjan skatt eða „kílómetragjald“ fyrir bíla sína. Bensín- og dísilbílaeigendur eru undanþegnir skattinum til að byrja með. Sagt er að ríkið innheimti sífellt minna fé með hefðbundnum eldsneytissköttum.

Ísland hefur tekið upp kílómetragjald á rafbíla, skatt sem hefur ekki áhrif á bensín- og dísilbíla – að minnsta kosti ekki í upphafi. Sagt er að rafbílum hafi fjölgað svo mikið, að tekjur af eldsneytisgjöldum hafi minnkað. Þess vegna er nýi skatturinn lagður á rafbílana.  Kílómetragjald verður 6 íslenskar krónur á rafbíla og 2 íslenskar krónur á tvinnbíla.

Í Svíþjóð hefur líka verið rætt um kílómetragjald með sömu rökum: að ríkið fái minni tekjur vegna rafbílanna. Heimur Tækninnar (Teknikens Värld) skrifaði ár 2020:

„Við getum reiknað með því að kílómetraskattur verði lagður á í Svíþjóð.“ 

Hæt er að lesa á heimasíðu tryggingarfélagsins elbilsförsäkring.se:

„Í framtíðinni þarftu líklegast að borga skatt miðað við kílómetrafjölda.“

Árið 2019 sagði sænska ríkisútvarpið SR: 

„Það verður búið að leggja á kílómetragjald á bíla innan tíu ára.“

Skildu eftir skilaboð