Öllum á bak við hryðjuverkaárásina í Moskvu verður refsað

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Hryðjuverk, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Forseti Rússlands ávarpaði þjóðina í kjölfar mannskæðu árásarinnar á vinsælum tónleikastað
Pútín segir að öllum sem stóðu að baki hryðjuverkaárásinnar í Moskvu verði refsað. Rússlandsforseti fordæmdi árásina sem „blóðuga og villimannlega“ hryðjuverkaárás og hét því að refsa öllum sem hlut eiga að máli. Samkvæmt uppfærslu á sunnudag hafa 137 látist og fjöldi særst í fjöldamorðunum á föstudag.

24. mars gerður að þjóðlegum sorgardegi

Forseti Rússlands lýsti yfir þjóðlegum sorgardegi sunnudaginn 24. mars til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Pútín þakkaði öllum þeim sem brugðust fyrst við á vettvangi, bæði lögreglu. slökkviliði og þeim almennu borgurum sem hjálpuðu fórnarlömbum árásarinnar. Forsetinn lagði áherslu á, að yfirvöld hafi sjósett átak til að koma í veg fyrir frekari hryðjuverkaárásir. Pútín sagði:

„Í Moskvu og Moskvu-héraði, á öllum svæðum landsins, hefur verið gripið til viðbótaraðgerða gegn hryðjuverkum og skemmdarverkum. Aðalatriðið núna er að koma í veg fyrir, að þeir sem standa að baki þessu blóðbaði fremji nýja glæpi.“

Öllum sem standa að baki hryðjuverkaárásinni verður refsað

Pútín hét því að refsa öllum samsærismönnum á bak við hryðjuverkaárásina í tónlistarhúsinu í Krókus og benti á, að fram að þessu hafa 11 menn verið handteknir, þar á meðal fjórir fjöldamorðingjar sem tóku beinan þátt í skothríðinni. Pútín bætti við:

„Árásarmennirnir voru gripnir á flótta í átt að Úkraínu, þar sem útbúinn var leið til að fara yfir landamærin Úkraínu megin samkvæmt bráðabirgðagögnum.“

„Allir gerendur, skipuleggjendur og hugarfarið á bak við þennan glæp munu fá réttláta og óumflýjanlega refsingu. Hverjir sem það eru, hverjir sem leiðir verknaðinn. Ég endurtek, við munum bera kennsl á og refsa öllum sem standa á bak við hryðjuverkamennina, sem undirbjuggu þetta voðaverk, þessa árás á Rússland, á fólkið okkar.“

137 manns voru myrt og talan fer hækkandi

Byssumenn réðust á Krókus verslunar- og tónlistarmiðstöðina í Krasnogorsk í norðvesturhluta Moskvu á föstudagskvöld rétt áður en tónleikar rússnesku rokkhljómsveitarinnar Picnic, áttu að hefjast. Tónlistarsalurinn sem áætlað er að geti rýmt allt að 7.500 manns var næstum fullur. Árásarmennirnir, vopnaðir hríðskotabyssum, brutust inn í innganginn að tónlistarhöllinni og hófu skothríða á allt fólk í kringum sig. Síðan kveiktu þeir í byggingunni, áður en þeir flúðu af vettvangi. Hingað til er tala myrtra komin upp í 137 en heldur eflaust áfram að hækka, þar sem fjöldi særðra berst enn fyrir lífum sínum.

Hér má lesa ræðuna í heild á ensku

Hlýða má á ávarp Vladimír Pútíns, forseta Rússlands, á myndskeiðinu hér að neðan með ensku tali:

 

Skildu eftir skilaboð