Kynbreytingar á börnum gætu verið „stærsta siðferðilega hneyksli í læknasögunni“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Kynjamál, TransmálLeave a Comment

Skýrsla frá frönskum þingmönnum kemst að þeirri niðurstöðu, að kynbreytingar á börnum gætu verið eitt „stærsta siðferðilegt hneyksli í sögu læknisfræðinnar.“ Skýrslan (sjá pdf á frönsku hér að neðan), sem unnin var af meðlimum Mið-hægri Lýðveldisflokksins, sýnir hvernig trans-aktívistahópar hafa haft áhrif á heilbrigðisstarfsmenn til að sniðganga grundvallar læknisfræðilegar venjur.

Hópar LGBT sakaðir um að stuðla að kynjaskiptum

Í skýrslunni er vitnað til „spennuþrunginnar vísinda- og læknisfræðilegrar umræðu“ og sakar skýrslan LGBT hópa um að stuðla að kynjaskiptum með ágengum herferðum á samfélagsmiðlum sem beint er að viðkvæmu ungu fólki.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir, að margt geti leitt til röskunar á kynferðislegri sjálfsmynd. Til dæmis geðræn vandamál eins og þunglyndi og kvíði, lystarleysi, fyrri áföll, einhverfa, tilkoma kynhneigðar – hvort sem er gagnkynhneigð eða samkynhneigð – og fleira. Hins vegar er okkur sagt að læknisfræðilegt ferli kynjaskipta sé eina meðferðin sem tekur á öllum þessum vandamálum.

Þegar öllu er á botninn hvolft, er full ástæða til að ætla að kynjaskipti ungmenna verði talið eitt mesta siðferðishneyksli í sögu læknisfræðinnar. Siðferðilegt hneyksli sem samþykkt hefur verið af læknastéttinni, skólum, háskólum, fjölmiðlum og opinberri stefnu.

Frumvarp sem bannar kynþroskahemla og hormóna undir 18 ára aldri

Franskir öldungadeildarþingmennirnir á bak við skýrsluna ætla nú að leggja fram frumvarp um lög til að koma í veg fyrir læknisfræðilegar limlestingar á ólögráða börnum. Vilja þeir banna notkun kynþroskahemla og hormóna fyrir fólk undir 18 ára aldri.

Maud Vasselle, móðir stúlku sem fór í kynskiptimeðferð, sagði í samtali við dagblaðið Le Figaro:

„Barn hefur ekki aldur til að biðja um að láta breyta líkama sínum. Dóttir mín þurfti bara vottorð geðlæknis sem hún fékk eftir klukkutíma samráð. En læknar útskýra ekki afleiðingar kynþroskablokkera.“

„Dóttir mín áttaði sig ekki á því, að lífið yrði ekki svo auðvelt með öllum þessum meðferðum… Hún var ljómandi lítil stúlka en núna gengur henni illa í skólanum. Það er langt frá því, að hún hafi fundið lausn á vandamálum sínum.“

RAPPORT SUR LA TRANSIDENTIFICATION DES MINEURS - 18.03.2024

Skildu eftir skilaboð