Bandaríkin samþykkja framleiðslu á „ræktuðu kjöti“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Loftslagsmál, MatvæliLeave a Comment

PBS greinir frá því, að bandaríska landbúnaðarráðuneytið hafi gefið samþykki fyrir framleiðslu á kjöti sem búið er til úr dýrafrumum á tilraunastofum. Meðal ýmissa gagnrýnenda gengur slíkt kjöt undir nafninu „Frankensteinkjötið.“ Yfirvöld telja að með framleiðslu tilraunakjöts og útrýmingu hefðbundins landbúnaðs, þá verði hægt að stöðva svo kallaða hamfarahlýnun. Gagnrýnendur segja, að enn meiri orku þurfi til framleiðslu á gervikjöti en hefðbundinn landbúnaður notar.

Á síðasta ári samþykkti landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum framleiðslu á „ræktuðu kjöti“ sem búið er til á rannsóknarstofum. Rökin sem sett eru fram eru meðal annars þau, að gervikjötið bjargi „loftslaginu.“ Josh Tetrick, forstjóri Eat Just, segir á PBS (sjá myndskeið að neðan):

„Ef við ætlum að leysa loftslagsvandann, þá þurfum við örugglega að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orku. Við þurfum örugglega líka að fara frá mikilli dýraræktun, sem er að éta upp þriðjung af plánetunni okkar í dag, yfir í allt aðra nálgun.“

Gagnrýnendur halda því hins vegar fram, að framleiðsla á gervikjöti þurfi jafnvel meiri orku en hefðbundinn búskapur. Mikil orka fer nefnilega í það að „mata frumurnar“ sem eru notaðar við framleiðsluna. Ned Spang, prófessor við háskólann í Kaliforníu, segir við PBS:

„Við komumst að því, að ræktað kjöt noti jafnvel meira en hefðbundinn landbúnaður.“ 

Hér að neðan má sjá myndskeið um málið:

Skildu eftir skilaboð