Eigur Trumps margfaldast

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, KosningarLeave a Comment

Eigur Donalds Trump hafa skyndilega aukist hressilega upp í 6,5 milljarða dollara (sem jafngildir rúmlega 900 milljörðum íslenskra króna). Kemst hann í fyrsta sinn á lista yfir 500 ríkustu menn heims, að því er Bloomberg greinir frá.

Samfélagsmiðlafyrirtækið Trump Media & Technology Group – sem rekur vettvang hans Truth Social – hefur lokið 29 mánaða samrunaferli. Það þýðir að hlutabréf fyrir milljarða dollara hafa nú formlega endað í eigin höndum fyrrverandi forseta.

Alls hefur auður hans aukist um rúma 4 milljarða dollara sem þýðir að Trump endar í fyrsta sinn á milljarðamæringalista Bloomberg með 500 ríkustu einstaklingum heims. Eric Trump, sonur Trump og aðstoðarforstjóri Trump-fyrirtækisins, segir í yfirlýsingu:

„Við erum með frábært fyrirtæki og þetta er ótrúlegur heiður fyrir okkur.“

Fréttin kemur í kjölfar fyrirsagna um að auður Trumps sé í hættu. Hann var nýlega krafinn um 454 milljón dollara tryggingu í yfirstandandi málsókn. Áfrýjunardómstóll í New York lækkaði upphæðina í 175 milljónir dollara á mánudag.

Auðævi Trumps voru áður að hámarki 3,1 milljarða dollar og að mestu byggð á fasteignum.

Skildu eftir skilaboð